Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 105
M 0 11 G U N N
99
komast að, og ýmsum af hinum hollenzku vinum mín-
um var neitað um það. Fundurinn var haldinn í húsi
frúar einnar, sem eg hafði sannfært um sambandið,
og hjá mér hafði hún fengið fyrsta sambandsfundinn
í Hollandi. Við vorum í viðhafnarstofu, sem sneri fram
að götunni, og bak við var stór gamal-tízkuborðstofa
með þungum húsbúnaði frá 19. öld; þar á meðal var
stórt rauðaviðarboi'ð. Milli stofanna voru vængjahurð-
ir, og þegar þeim var lokið upp, varð einn salur úr
stofunum.
Miðillinn var lítil kona, barnakennari og hét frú
Knook. Maður hennar var skósmiður, en leiðtogi til-
raunamannanna var doktor í læknisfræði, og allir voru
fundarmennirnir vinir mínir. Við sátum í hálfhring fyrir
framan byrgið. Bju’gið var ekkert annað en Jítið tjald,
sem sett var saman úr mjög þunnu og skufsulegu efni,
er lagt var yfir fáeina teina, og inn í byrgið voru
látnir fáeinir hlutir, svo sem bamagítar, bjöllustreng-
ur, bjöllubumba og grein af þurkuðum pálma. Áður
en fundurinn byrjaði, sátum við, konan mín og eg, ut-
an við hringinn, en miðillinn sat fyrir framan tjaldið
og við mistum aldrei sjónar á henni. Læknirinn dá-
leiddi þá miðilinn. Hún komst þegar í leiðsluástand, og
gasljósið var dregið niður, en svo mikið var ljósið, að
við gátum séð greinilega alt í herbergjunum. Læknir-
inn spurði framliðnu gestina, hvort hann mætti vera í
hringnum, og svarið kom með mjög þungum höggum
á borð fyrir aftan okkur hjónin. Eg spurði á
ensku, hvort við mættum vera á fundinum, og aftur
var svarað með sömu þungu höggunum.
Eftir að við vorum komin inn í hringinn, byrjuðu
eiginlegu fyrirbrigðin. Hlutirnir voru fluttir út úr byrg-
inu, við gítarstrenginn var komið, og veikir hljómar
heyrðust, bjöllubumban var hrist o. s. frv. og pálma-
viðargreinin var tekin út úr byrginu, hrist í loftinu, og
að lokum var hún látin hvíla upp við ljósahjálm í
. 7*