Morgunn - 01.06.1931, Side 84
©•
78 MORGUNN
Þetta er þá ágripið af fundargjörðunum, og vil eg"
endurtaka, að það er næsta ófullkomið. f raun og veru hefir
miklu fleira og margbrotnara gjörzt, en hér hefir verið
sagt frá Mundi það bezt hafa komið í ljós, ef fleiri af þeim,
sem á fundunum voru, hefðu ritað hjá sér þegar, það sem
þeir sáu og urðu varir við. En ekki hafa gjört það aðrir, en
Björn kaupm. Guðmundsson 6. fundinn, og kom þar
í ljós, að hann hafði orðið ýmislegs var, sem fór fram
hjá mér; þar á meðal sumt, sem honum þótti einna mest
til koma af því, sem hann sá. Einnig eru að framan
greind ummæli frú Kvaran og ungfrú Þóru Borg.
En þrátt fyrir það, hygg eg þó, að skýrslan beri
vott um, eins og líka flestir, sem á fundunum voru, munu
sammála um, að erindi E. Nielsens hafi tekizt stórvel,
og þeir fengið að sjá merkilega hluti og dásamleg fyr-
irbrigði. —
Á þessum 15 fundum, eða aðallega 10 af þeim,
töldust birtast rúmlega 260 líkamningar; 6 framliðnir
menn birtust og þektust, tveir af þeim minst 5 sinnum,
hinir tvisvar til þrisvar. Um hinn 7. þótti ekki víst (H.
Kr.), en þó ýmsir sannfærðir um það. All-þungur alu-
minium-lúður hreyfður 18 sinnum, þar af 14 sinnum tal-
að gegn um hann, jafnan svo, að ekki gat komið til
greina, að miðillinn næði til þess. Þrisvar heyrðust fleiri
en ein rödd tala í byrginu. Sextán tii átján sinnum sá-
ust fleiri en ein vera eða miðillinn og ein eða tvær ver-
ur samtímis. Aflíkamanir sáust tvisvar eða þrisvar fyr-
ir utan byrgi. Þessar tölur eru þó ekki nema hér um
bil; mættu líklega flestar vera hærri, ef fram kæmi alt,
sem allir fundarmenn urðu varir við. Eg var sem sagt
að leitast við, að láta ekkert vera ofsagt, heldur sleppa
einhverju.
Eg er fyrir mitt leyti sannfærður um, að síra Har-
aldur Níelsson, sem sýndi mér svo mikla ástúð í lifandi
lífi, hefir á þessum dögum gjört mér vart við sig, að
hann enn næði til mín, og hugsaði enn til mín með