Morgunn - 01.06.1931, Side 92
86
MORGUNN
og annara reikistjarna til stjörnugeimsins og um líkind-
in fyrir því, að líf sé á öðrum hnöttum. Framsetningin á
þessu er einkar þýðleg og aðgengileg, og skal leitast við
að segja undan og ofan af hugsunum höfundarins um
þetta efni. Er því slept, sem höfundurinn hefir að segja
um magn og fjarlægðir stjörnugeimsins, þróun stjarn-
anna og forlög. Þess skal eins getið, að Eddington felst
ekki á þá hugmynd, sem um eitt skeið gætti mikils, að
tilorðning eða fæðing stjörnu væri einstakur atburður,
eins og t. d. fæðing lifandi líkama. Menn hugsuðu sér,
að tvær kólnaðar stjörnur rækjust á, og afl áreksturs-
ins breytti þeim í gufu; síðan þéttist þetta smám saman
og stjarna hefðist aftur sem lýsandi líkami. Eddington
fullyrðir, að þetta hafi aldrei farið fram og muni ekki
gjöra. Telur hann það áreiðanlegt, að hvað sem sé um-
upprunann, þá séu núverandi hnettir fyrsta stjörnu-upp-
skera þess stjörnugeims, sem unt er að kynnast.
Önnur gömul hugmynd, sem nú er fallin úr sög-
unni, er sú, að lýsandi stjörnur séu undantekning, en
þúsundir dauðra stjarna kunni að vera til á móts við
hverja lýsandi eða ,,lifandi“ stjörnu. Er til aðferð til
þess að meta allan ,,massann“ í geimnum með því að
bera saman aðdráttarafl og hraða stjarnanna. Og telst
mönnum þá til, að mjög lítið verði eftir fyrir dimmar
stjörnur, þegar búið er að reikna ,,massa“ lýsandi
stjarna.
Líffræðingar og jarðarfræðingar rekja sögu jarð-
arinnar aftur um þúsundir miljóna ára. Sólin hefir ver-
ið að brenna um lengri tíma, hefir lifað á sínu eigin
efni, sem smátt og smátt leysist upp við geislunina. Um
framtíð sólarinnar, sem lýsandi stjörnu, er talað um alt
frá 50 og upp í 500 biljónir ára. En til þess að gjöra
langa sögu skamma, þá er niðurstaðan sú, að það dreg-
ur að því að lokum, að alt kulni út og heimurinn nái að
lokum takmarki allsherjar óbreytileika. En er þá maður-