Morgunn - 01.06.1931, Side 115
MORGUNN
109
kemur fram í ritgjörð þeirri eftir konu hans, er minst er
á hér að framan. Þá fékk frúin því framgengt, að far-
ið var að gera með honum reglubundnar tilraunir. Þeg-
ar hvarf þá með öllu það ískyggilega ólag, sem á hafði
verið og fruin skýrir frá. En miðilshæfileikinn breyttist.
Sýnirnar hurfu að mestu leyti. En Andrés gerðist merki-
legur trance-miðill. Aðaláherzlan var þar lögð á, að koma
fram endurminningasönnunum, og oft tókst það vel. Þær
persónur, sem gerðu vart við sig hjá honum, voru merki-
lega ólíkar hver annari og með mjög ákveðnum einstakl-
ings-einkennum. Og ein þeirra hafði til að bera mjög ein-
kennilega, nokkuð hnútótta, en furðu kraftmikla mælsku,
er seint mun gleymast þeim, er kyntust henni.
Framan af æfinni naut Andrés P. Böðvarsson engr-
-ar mentunar annarar en þeirrar, sem strit lífsins veitir.
Hann fór að vinna, meðan hann var enn barn að aldri.
Hann var orðinn í ýmsum efnum fróður maður, ]>egar
hann fór af þessum heimi. Eftir að hugur hans tók að
vakna og snúa sér að mikilvægum hliðum tilverunnar,
var hann með afbrigðum bókhneigður og fróðleiksfús,
•enda var Andrés gáfaður maður, stálminnugur og vel máli
farinn. Á síðustu árum hneigðist hugur hans að ritstörf-
um. Áreiðanlega liggja eftir hann rit, sem nauðsynlegt
er að hafa gætur á og varðveita frá gleymsku og glötun.