Morgunn


Morgunn - 01.06.1931, Page 36

Morgunn - 01.06.1931, Page 36
30 MORGIJNN fyrirbrigðin hafi fyrst og fremst aðra undirstöðu en efnið, efnishyggjumann, er álíka nákvæmlega frá skýrt, eins og ef sagt væri, að Island væri í Indlandshafinu. En annars er hér ekki tækifæri til þess að athuga það neitt verulega, sem höf. segir um jafnaðarstefnu og efnishyggju. Sumt er þar skynsamlegt, en sumt ekki. En maður hlýtur að hlaupa fram hjá því til þess að láta í ljós undrun sína yfir því, sem sagt er um trúarbrögð. Meðal annars er komist svo að orði um þau: „Trúarbrögðin eru ekkert annað en fastmótað, ákveðið kenningarkerfi og helgisiðir, sem ganga kyn- slóð fram af kynslóð sem óskeikul og færandi að hönd- um hið eina nauðsynlega. Trúarbrögðin heimta hlýðni og skilyrðislausa undirgefni við utanaðkomandi drott- invald. . . . Þau eru fjandsamleg öllum heilabrotum og sjálfstæðri hugsun. . . . Þau gefa lausn á vandamálum lífsins í eitt skifti fyrir öll, svo aldrei framar þarf að brjóta heilann um þau, og allar nýjar hugmyndir og nýjar uppgötvanir skoða þau sem fjandskap við sig- Nýir menningarstraumar hafa aldrei gengið yfir með hjálp trúarbragða, heldur þrátt fyrir mótspyrnu þeirra. Því að insta eðli trúarbragða er meðvitundin um það, að búa yfir öllum þeim sannindum, sem mönnunum er leyfi- legt að þekkja, og vera óskeikul í hvívetna". Eg ber svo mikla virðingu fyrir sr. Gunnari, að mér þykir fyrir því að þurfa að komast svo að orði, að þetta sé marklítið hjal. En eg kemst ekki hjá því. Trú- arbrögðin eru ávextir af tilraunum mannanna við að gjöra sér grein fyrir tilverunni og stöðu sjálfra þeirra í henni. Og eins og er um allar mannlegar niðurstöður, þá hafa þær tilhneigingu til þess að renna í fastan fai'- veg, eða steinrenna, ef menn vilja heldur þá líkingu. En fyrir þá sök eru trúarbrögðin svo margvísleg, sem raun ber vitni, og fyrir þá sök eru þau að breytast ára- tug frá áratug, svo að segja, að þau eru eitthvað meira en „fastmótað, ákveðið kenningakerfi og helgisiðir".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.