Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 18
12
M 0 K G U N N
irnir hafa það vald á sínum eterisku skynfærum í þess-
um skyndiferðum sálarinnar inn í annan heim, að skynj-
anirnar verði áreiðanlegar. Það er rannsóknarefni, o£f
alls ekki vonlaust um það, að vér getum með nákvæmri
eftirgrenslan fengið merkilega vitneskju um það efni.
En hitt er víst, að svo langt sem athuganirnar ná, á-
hrærandi sálfarirnar, styðja þær frásagnir framliðinna
manna. Eg skal taka tvö dæmi, svo að eg tilfæri eitt-
hvað af handahófi. Eggert P. Briem sagði okkur í síð-
astl. marzmánuði frá konu, sem fer sálförum og heitir
Caroline D. Larsen, og erindi hans hefir verið prentað í
Morgni. Um fyrsta sviðið segir hún m. a., „að það sé ekki
ólíkt okkar heimi að mörgu leyti, og þó að það sé dimt
og drungalegt, samanborið við æðri sviðin, þá segir hún,
að birtan sé þó meiri þar en á jörðunni. Hún segist
hafa komið þar í geysistóra borg, sem líktist mjög jarð-
neskum borgum, með húsaröðum við götur, sem lágu í
allar áttir, og voru húsin notuð til allra hugsanlegra
hluta, eins og á jörðunni. Umferðin var meiri en í nokk-
urri borg á jörðunni", o. s. frv. Um annað sviðið, sem
hún kallar svo, segir hún m. a., að henni hafi einkum
virzt það eins konar framhald af fyrsta sviðinu. „Líf-
ið þarna er ánægjulegt, og því hagar þannig til, að
hver getur lifað því á þann hátt, sem hann óskar, sum-
ir geta búið í borgum og bæjum, aðrir í sveit, ef svo
má kalla. Byggingarstíll á húsum er fagur og listrænn,
og þau standa jafnan í fallegum görðum, sem fullir
eru af yndislegum blómum“. Eg ætla ekki að fara frek-
ar út í það, sem frú Larsen segir. Þetta er að eins
tekið til þess að minna ykkur á, að lýsingum hennar
ber alveg heim við lýsingar framliðinna manna.
Þá skal eg benda á hitt dæmið. Þar á hlut að máli
maður, sem sumir gera mikið úr, ekki sízt andstæðing-
ar spíritismans. Maðurinn er Sundar Singh. Ein af hans
lýsingum af öðrum heimi er þessi: „Umhverfið alt var
þar dásamlegra en orð fá lýst. . . . Tignarprýði fagurra