Morgunn - 01.06.1931, Síða 85
MORGUNN
79
hlýju. Mér er það innileg- gleði, og eg skil ekki, að öll-
um sér það ekki gleði, að vita horfna ástvini þannig í
návist við sig fyrir náð guðs. Ekki dregur Míka dulur
á, að það sé fyrir náð guðs. Sterkari trú og traust á guði
og Jesú Kristi er ekki hægt að sýna, en hann reynir að
innræta.
Áður en eg lýk máli mínu, vil eg bæta við fáum
smáatriðum, sem gerðust í sambandi við Nielsen, ut-
an fundanna.
Frú Gíslína Kvaran skýrir svo frá atvikum, er gjörðust
í húsi þeirra hjóna:
„Fyrsta daginn, er Nielsen sat inni í skrifstofunni,
segist hann sjá konu; lýsir útliti hennar mjög nákvæm-
lega. Hún nefnir ættarnafn sitt, segir, að maðurinn sinn
sé læknir. Hún segist ekki hafa dáið heima hjá sér,
hafi verið hjá vinkonu sinni. Þá sýnir hún atvik, sem
hún segir, að hafi verið orsök í dauða hennar. Nielsen
heldur, að hún hafi verið dönsk. E. Kv. spyr, af hverju
hann haldi það. Hann segir, að hún tali dönsku við
hann. Lýsingin af konunni og atvikunum að andláti henn-
ar stóð heima við konu, sem við ]>ektum, og alt var þetta
greinilegra en mér finst rétt að skýra frá opinberlega.
Konan var íslenzk, en var leikin í að tala dönsku.
Mjög ólíklegt verður að telja það, að Nielsen hafi vit-
að um atvikin að andláti þessarar konu.
Þegar fyrsta daginn kvaðst E. N. sjá síra Harald,
og léti hann í ljós mikla gleði yfir því, að hann (Nielsen)
væri kominn hingað, og hér væri fjöldi, sem gleddist
yfir því. Hann segir þetta upp hátt, jafn-ótt og hann sér
það. „Stofan er að fyllast af fólki. Eg get ekki greint
það svo vel, að eg geti lýst því“.
Einn sunnudagsmorgun segir Nielsen við E. Kv.,
að nú sé síra Haraldur hjá E. Kv. Hann komi með gamla
konu, rýra og kuldalega, og hún sé með þríhyrnu á
herðunum og endunum bundið aftur fyrir bakið. Jafn-