Morgunn - 01.06.1931, Side 129
M 0 R G U N N
123
munt verða leiðsögumaður samtíðarmanna þinna. Það
hefir verið vilji guðs, að ásjóna þín skyldi líkjast ásjónu
Krists. Eg segi þér, að þessi líking hefir verið sýnilega
teiknið fyrir guðdóminn, til jiess að þetta val félli á
þig.“
Hann muni fara til N.-Ameríku; þar verða kunn-
ur fyrir sterka trú sína. Síðan fara til nýlendunnar, sem
Kreólakonan var frá, sem varð keisaradrotning í Frakk-
landi. .. . Þig mun svo langa til að sjá landið, þar sem
Kristur fórnaði sér fyrir köllun sína og þar muntu verða,
ef svo mætti segja, krossfestur.
Hin vitsmunaveran, Fr. F., sagði föður sínum hið
sama fyrir í mörgum skeytum, um þessa köllun hans
meðal mannanna, og að hann mundi fá skyndilega
skygnigáfu á þeim tíma, er hann sízt ætti þess nokkra
von:
„Skygni og heyrnargáfa mun koma til þín síðasta
morgun ársins eins og nýársgjöf. . . . Þessi gáfa þín
mun koma í framkvæmd áður en langt um líður í öllum
stéttum mannfélagsins og breyta fullkomlega tilveru þinni.
Þessi hæfileiki byrjar bráðum, þegar þú sízt væntir, eins
og þegar skriftin fyrst byrjaði, og orðrómurinn um hann
mun berast víða. ... Og þegar þú bráðum ert búinn að
fá vissu um skygni- og heyrnargáfuna, muntu betur
skilja ástæðuna til þess, að þú getur ekki skrifað fram-
ar. Þessum hæfileika munt þú halda alla æfi. Það verð-
ur 25. des., sem þessi miðilsgáfa mun koma“.
Þannig lifði P. Forthuny síðara missiri ársins 1920
í stöðugu sambandi við tvær andlegar verur. Hann fékk
frá þeim siðferðileg ráð, mjög í samræmi við guðspjöll-
in, heimspekilegar leiðbeiningar, sem báru vott um lest-
ur sálarrannsóknarita, ogtilkynning um, að hann mundi
verða skygn og fá lækningagáfu.
Ef hann hefði ekki haft nema ,,leiðtogann“, sem
var uppstökkur, heimtufrekur og skjátlaðist oft, þá hefði
P. Forthuny sennilega haldið áfram í efasemdum sín-