Morgunn - 01.06.1931, Side 118
112
M 0 II G U N N
að hugsa sér sambandið milli þessarar síðfara gáfu
Forthunys og sálfræðilegs lífsferils hans yfir höfuð.
Forthuny hefir þess vegna leyft mér sjálfur að skýra í
stórum dráttum frá persónulegum og andlegum þroska-
skilyrðum hans frá bamæsku.
Ef litið er á ætt hans og forfeður, þá verður þar
hvergi vart dulrænna hæfileika, ekki einu sinni neins
af þessum ósjálfráðu fyrirbrigðum (hugboði, fjarskynj-
un, viðvörunardraumum), sem fyrir koma í nálega flest-
um ættum.
Móðir hans, dáin 1911, var hraust kona, afbragðs
skynsöm og hagsýn, og sinti harla lítið dulsýnum eða
mönnum, er slíkar sýnir voru taldir sjá. Sama er að
segja um föður hans, húsameistara í París, sem enn
(þegar bókin er rituð) er á lífi 84 ára gamall, í fullu
fjöri. Foreldrar hans voru bæði komin af bændaættum,
erfiðismönnum, jarðyrkjumönnum, trésmiðum. Það voru
mjög heilsugóðar ættir, menn, sem höfðu allan hug á
lífsstörfum sínum, en höfðu ekkert að segja af neinum
taugatruflunum. í hvorugan ættlegginn er neinn í þess-
um heiðvirðu ættum, sem vekur athygli á sér, nema lang-
afi hans í móðurættina, er var bóndi auðugur að hug-
myndaflugi og vakti aðdáun sveitunga sinna með kæti
sinni, með ljóðum og lögum, sem hann kvað af munni
fram. Eitthvað sýnist Forthuny hafa sótt til þessa lang-
afa síns.
Á barnsaldri var hann einkar geðþekt barn, en
einkennilegur og allmikill fyrir sér. Sá heimur, sem hann
lifði í, var miklu síður umhverfið, sem hann var í, held-
ur en hið fjöruga ímyndunarafl, sem hann átti í sjálf-
um sér. í huga sér var hann sífelt að brjóta heilann
um ferðalög, frjálslegt líf og æfintýri, og óteljandi hlut-
verk, að leysa af hendi með óstöðvandi hugmyndaflugi.
Mjög snemma hneigðist hann að bókmentum, eink-
um ljóðrænum skáldskap. Meðan hann var ungur skóla-
sveinn orti hann þegar ljóð, sem öll fóru þó í eldinn.