Morgunn - 01.06.1931, Side 87
MORG-UNN
81
hann sé að tala um eitthvert hús, sem komi félaginu
við. Honum finst hann vera að tala um það, að þú haf-
ir viljað byggja þetta hús, en hann hafi ekki viljað
það. En það sé áreiðanlegt, að þetta hús hafi átt að
vera fyrir félagið.
Nielsen heldur áfram að hlusta. Segir, að Harald-
ur tali um bréf, sem hann hafi skrifað E. Kv. Það hafi
iíka verið út af ágreiningi; ykkur hafi sýnst sitt hvor-
um. E. Kv. segist ekki muna eftir neinu bréfi. Nielsen
segir: ,,Nú færir hann sig til konunnar þinnar, stendur
uppi yfir henni, reynir að komast í nánara samband.
Nú segir Haraldur: „bréfið var í gulu umslagi, aflöngu,
nokkuð stóru“. Eg vil bæta því við, að eg fann sterk á-
hrif, en sem örðugt er að lýsa. Eg fer að hugsa um
þetta, og man eftir því, að eg hefi geymt bréfið. Fer
og sæki það. Nielsen segir: „Nú verður Haraldur ákaf-
lega kátur, að hafa getað komið þessu réttu“.
Það er dálítið einkennilegt með þetta bréf. Það
lá lengi innan um annað bréfasafn á skrifborðinu. Svo
tek eg einu sinni bréfið og læt það niður í skúffu hjá
mér, og hugsa svo ekkert um það meira. En stundum,
þegar eg sótti eitthvað í skúffuna, sem það var geyrnt
í, sagði eg við sjálfa mig: „Því er eg að geyma þetta
bréf?“ En eg lét það alt af niður aftur. Seinast í haust
man eg eftir, að eg hafði hönd á bréfinu, og eg hugsaði
eins og áður: „Því er eg að geyma þetta lengur“. Það
vakti alt af hjá mér einhverja sársauka tilfinningu. Eg
hugsa: „Nú brenni eg því“. En þegar eg er búin að
handleika það ofurlitla stund og athuga skriftina, finst
mér eg ómögulega geta fengið af mér að eyðileggja
það. Og legg eg það svo niður aftur á sama stað.
Mér þótti ekki lítið vænt um, að geta gengið að
bréfinu. Hefði eg ekki geymt það, var þar með þessi
góða sönnun frá síra Haraldi að engu orðin. Maður-
inn minn hafði alveg gleymt þessu bréfi.
Um hádegið, á einum af þeim fáu sólskinsdögum,
6