Morgunn - 01.06.1931, Side 80
74
M O R G U N N
ing til ýmsra fundarmanna, lá á hnjám síra Kjartans
Helgasonar, og þá á öxl Kr. D. Eftir það kom Míka,
leyfði að kveikja ljósið, talaði um ,,reinkarnation“, hver
maður hefði sitt ,,karma“ og yrði að ganga gegnum
öll sín þróunarstig. Talaði með mikilli lotning um Jesúm
Krist, að hvert hans orð stæði stöðugt. Þar á eftir komu
líkamningar látlaust rúman klukkutíma; töldust alls
hafa komið á fundinum 40. Stjórnendur miðilsins komu
oft, og þess á milli aðrar verur; komu, eins og oftast, til
ýmsra fundarmanna, lögðu hönd á höfuð þeirra, eða
snertu þá á annan hátt. Síra Haraldur kom oftar en
einu sinni. í fyrsta sinn hvarf hann ekki í byrgið, en
aflíkamaðist fyrir utan, og í sömu andrá kom Elísabet
út. Eitt sinn lagði hann hönd á höfuð síra Kjartani,
sem sá skegg hans. Einnig fann Kvaran skegg strjúk-
ast við kinn sér, og síra Jón Auðuns sá hann vel og
þekti. Kr. D. kallaði til hans og sagði: „Komdu hing-
að“; kom hann þá og lagði hönd á öxl Kr. D., og 01-
geir Friðgeirsson fann það einnig. Og fundarmenn sáu
hann um stund halda upp hendi, og eins og slá ,,takt“
í söngnum. Frú Borghild kom og kysti frú Lilju á kinn-
ina, svo hún sá hana og þekti. Kvenvera kom hjá Kr.
D. og tók um hönd hans, en ekki nefndi hún sig; þótt-
ist hann finna kvenhönd. Kristín Jóhanns og Kristín
Símonarson komu báðar með líkum hætti og áður, og
þektust. Vera kom, sem sagðist vera móðir miðilsins,
og sýndi andlit sitt. E. H. Kv. heyrði Elísabet syngja
í eyra sér. Eitt sinn sáu fundarmenn miðilinn rétta fram
báðar hendur sínar, og sína veru við hvora hlið hon-
um. Meðan bæn var lesin á eftir, kom enn Agnete, snart
fyrst frú Kvaran og frú Guðr. Guðm.d., og lagði þá
saman hendur á meðan bæn var lesin til enda. Það verð-
ur að taka fram, að þessi lýsing er engan veginn tæm-
andi á þessum efnisríka fundi.