Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 104
98
MORGUNN
nafni. Fundirnir voru haldnir í herbergi, sem spíritista-
stúka hafði leigt handa sér einni. Hún hélt fundum sín-
um í líku sniði og Frímúrarar, og engir aðrir en félagar
stúkunnar voru boðnir á samkomur hennar. Það stafaði
af því, að prússnesk lög bönnuðu svo „hættulegar" at-
hafnir sem sambandsfundi. En frá þessari reglu var nú
vikið, af því að eg var að starfa í sambandi við yfir-
mann stúkunnar. Þegar eg kom inn í herbergið, sá eg,
að félagsmenn voru allir með miklum hátíðasvip, og
þeir voru með merki, sem voru eftirlíkingar af þeim fé-
lagsmerkjum, er tíðkast með Frímúrurum.
Við sátum í hálfhring, og innan í honum var byrg-
ið; það var aflangt og því var skift í tvent. Inn í annan
helminginn fór miðillinn, en í hinum líkömuðust ver-
urnar og sýndu sig. Mér var sagt, að miðilHnn gæti
með engu móti komist inn í þann hluta byrgisins, seo'x
ætlaður var hinum framliðnu mönnum. Fundurinn byri-
aði með því, að einn félagsmaður lék á yndislega hljóm-
fagurt, amerískt orgel og aðrir sungu fagra söngva eða
sálma, svo vel, sem Þjóðverjum er tamt að syngja. Á
fundinum voru karlmenn einir.
Þá kom miðillinn inn, hávaxin kona, stillileg og'
tíguleg, um þrítugt. Hún bauð fundarmönnum gott
kvöld, og við buðum henni það líka. Hún settist inni
í byrginu og breiddi fyrir það. Þá var haldið áfrarn
að syngja. Bráðlega kom líkamningur, líkt og eg hafði
séð hjá Mrs. Corner. Hann kom tvisvar eða þrisvar.
Eg var ekki svo nærri, að eg gæti skoðað líkamning-
ana og ekki gat eg heldur rannsakað byrgið. En vinur
minn fullyrti, að miðillinn gæti ekki með nokkuru móti
komist inn í þann part byrgisins, sem ætlaður var fram-
liðnu gestunum.
Við konan mín nutum einu sinni þeirra hlunninda
að aðstoða á sambandsfundi í Haag. Hann var algerð-
ur einkafundur; okkur var sagt, að við værum einu
manneskjurnar utan hringsins, sem hefðu fengið að