Morgunn - 01.06.1931, Page 59
M 0 R G U N N
53
frá byrjun, og- man eg, að Haraldur Níelsson, sem manna
lcunnugastur var útlendum tímaritum um sama efni, sagði,
að „Morgunn“ stæði á sporði eða jafnvel bæri af flestum
eða öllum útlendum tímaritum af sama tæi. Eftir þetta
útbreiddist hreyfingin hér á landi hröðum fetum, og
])ekking og áhugi á málinu hefir farið að kalla dagvaxandi.
Sálarrannsóknafélagið hefir frá upphafi haft að kalla má
mikla og jafna aðsókn og breitt út mikla þekkingu með
umræðum og einkum fyrirlestrum, fjöldamörgum frá-
bærlega vel sömdum og fluttum og lærdómsríkum, og eg
-— sem hefi verið á flestum fundum félagsins frá upp-
hafi — man jafnvel ekki eftir neinum, sem mér hafi ekki
þótt nokkuð til koma. Síðan hefir „Morgunn“ flutt það
bezta af þessu út um landið og fjölmargt fleira fræðandi
og skemtilegt aflestrar, svo að jafnan er farið að hlakka
til, er nýtt hefti af „Morgni“ er í vændum. Gæti eg trú-
að, að þeim sé farið að fækka, heimilunum, sem ekki hafa
einhvern pata fengið af ]>ví, sem í „Morgni“ stendur. Og
á eg enga heitari von og bæn en þá, að þar komi, að
])jóðin beri þess menjar í hugsunarhætti og háttsemi allri,
að hún hefir fengið ]>ekking á kjarnasannindum ])essa
göfuga máls. Og þetta veit eg, að þér, áheyrendur mínir,
takið allir undir með mér. Og þá veit eg einnig hitt, að
ekkert gleður meira forgöngumennina, hvort heldur er
hérnamegin eða hinumegin, en slíkur árangur og blessun
af starfi þeirra. Þér skiljið, að nú er eg líka að hugsa
um varaforsetann okkar gamla. Eg get hugsað, að hann
sé hérna hjá okkur á fundunum okkar, og heyri nú, hvað
eg segi, og ])yki vænt um það. Eg var líka að óska þess,
þegar eg var að skrifa þetta, að hann sæti nú hjá mér
og stílaði eitthvað í pennann hjá mér.
Eftir að hreyfingin fór að breiðast hér út, kom brátt
í ljós, eða að minsta kosti hefir nú komið í Ijós, að miklu
meira er til hér á landi af sálrænum hæfileikum, heldur
en menn vissu eða menn hafði grunað. Það er til fjöldi
manna með miðilsgáfu konur og karlar, ])ótt mér vitan-