Morgunn - 01.06.1931, Page 26
20
MOKGUNN
eins getur verið í geimnum umhverfi, sem sjón vor get-
ur ekki gripið, en sú sjón getur náð í, sem til þess er
löguð. Sé líf framliðinna manna áframhald af því lífi,
sem þeir hafa lifað hér — sömu vitsmunir, sama þekk-
ing, sömu tilfinningar, sami vilji — hvað er þá eðlilegra
en að vér séum settir í umhverfi, sem sé að einhverju
miklu leyti samstætt því umhverfi, sem vér höfum far-
ið frá? —
Það er í mínum augum furðu kynlegt, hve mein-
illa sumum mönnum er við það, að hugsa sér annan heim
eitthvað líkan þessum heimi. Mér er það fyrir minni,
hvernig einum ritdómaranum fórust orð, þegar sú sálma-
bók kom út, sem nú er notuð í kirkjunum. 1 einum sálmi
síra Valdimars er þetta vers:
En fyrir handan hafið
þar hyllir undir land;
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum,
í blómsturlundum fríðum,
má alls kyns aldin sjá.
Þetta þótti ritdómaranum óþolandi. Það var svo
veraldlegt, svo jarðneskt. Eg hefi áður minst á vonzk-
una, sem hlaupið hefir í menn, þegar lýsingar fram-
liðinna manna hafa eitthvað lotið í þessa átt. Slíkt hefir
ekki verið nógu andlegt fyrir þessa menn. Mér liggur
við að halda, að þegar þetta er ekki einhver gleiðgosa-
sperringur, þá stafi það af því, að mennirnir séu ekki
nógu andlegir sjálfir. Fegurð þessa heims hefir ekki náð
neinum tökum á sálum þeirra. Þeir hafa aldrei uppgöt-
vað, hvað dýrlegur hann getur verið, ef viðtökuhæfileik-
ann vantar ekki. Og mér leikur grunur á, að meðan svo
er ástatt um þá, hafi þeir ekki með meiri fegurð að gera
en þá, sem þessi heimur hefir að bjóða.