Morgunn - 01.06.1931, Side 69
M 0 R G U N N
6S
Ari Thorlacius, sem sat fyrir aftan Kr. D., og hélt hönd
á öxl honum, fann lagða hönd ofan á hendi sína. Sást
jafnframt líkamning koma út með veggnum, sáu þau
Thorlacius, frú Lilja og Kr. D. hana meðan bænin var
lesin, og taldi frú Lilja sig sjá og kenna andlit síra
Haralds. Hönd var lögð á höfuð Kr. D., meðan hann
las bænina, og stutt létt á, þangað til enduð voru bless-
unarorðin. Taldi hann það vera síra Har. N., þótt ekki
greindi hann andlit hans, en sá þó líkamninguna allan
timann. Eftir að sungið var: Nú legg eg aftur augun,
sátu fundarmenn enn stundarkorn í keðju, og gengu
þá í næsta herbergi. Miðillinn var all-lengi að ná sér.
Líkamningar voru ekki taldar, en áætlað vart fæm en
20—30.
4. fundur, þriðjudag 20. jan.
Fundarbyrjun sem áður. Lúðurinn fór fljótt að
hreyfast innan í hringnum. Fyrir framan Einar Kvaran
heyrði hann og kona hans glögt sagt í hann: Einar Hjör-
leifsson, og hjá Kr. D. heyrðist þeim, er næstir sátu, sagt:.
,,Komdu sæll, síra Kristinn". Þá kom Elísabet og ávarpaði
fundarmenn stutta stund, spurði suma, hvað þeir hétu.
Þá kom Míka; sagði, að af ]>ví svo margir nýir væru, yrði
hann að ávarpa þá, og brýndi sem áður fyrir þeim, hve
mikilvægt málið væri og áríðandi, að fundarmenn tækju
það alvarlega og gæfu sem bezt skilyrði. Þá bað hann
Kvaran setja stólinn inn. Fóru þá þegar að koma líkamn-
ingar svo ört, að frú Matthildur, sem ritaði þær á blað
við rauða ljósið, átti örðugt með að ná þeim, en taldi
27 og bjóst við, að fleiri hefðu verið; margar nefndu
sig ekki, en flestar komu vel út fyrir tjaldið. Jóhannes
kom, þá Agnete og gekk til G. E. Kvarans og klapp-
aði honum; strauk líka hendi Bjargar Hafstein og kom
við andlit frú Kvaran. Kona kom, Kristín Jóhanns (dó
í Kaupm.höfn), sem Kvaranshjónin þektu, tók um höf-
uð frúarinnar og kysti hana; sá hún andlit hennar og