Morgunn - 01.06.1931, Side 72
66
M 0 R G U N N
hringinn; sagðist finna, hvað að væri og lét laga það.
Eftir all-langa stund tóku að koma líkamningar, og
þaðan af mjög ört hver af annari, Agnete, Elísabet,
Jóhannes, Míka, allar oftar en einu sinni. Við vegginn
hjá Kr. D. kom lítil kona, tók hægri hönd hans, sem
þá var laus, með báðum höndum, og kysti á handai'-
bakið. Agnete kom út á gólf og klappaði frú Lilju.
Hár karlmaður kom. E. H. Kv. spyr: ,,Er það síra Har-
aldur?“ Veran svarar: ,,Já ,já“, lagði þá hönd um háls
honum og kinn við kinn hans og kysti á híw a; fa^st
honum snörp viðkoman. Heyrðist sagt með rómi síra
Haralds: „Elsku vinur“. Þá kom hann yfir til Snæbj-
Arnljótssonar, og lagði einnig kinn við vanga hans. Þeg-
ar hann fór, heyrðist fundarmönnum hann segja: „Guð
blessi ykkur“, einnig með rödd síra Haralds. Ki'istín
Jóhanns kom og þektu Kvaranshjónin hana. Hún kysti
frúna, og kom við kinn E. H. Kvarans, sem fann, að
viðkoman var mjúk; einnig snerti hún ísleif Jónsson.
Kona kom aftur hjá Kr. D., tók í hönd hans og hélt um
stund í hana, og nefndi sig Stefaníu. Fór til frú Kvaran,
kom við kinn hennar, og þá inn um byrgisdyr. Fleiri
komu mjög ört. Borghild, kona Snæbj. Arnljótss., kom
tvisvar svo, að hann þekti hana; sveipaði slæðunni um
höfuð honum, kysti hann og sagði eitthvað. Annað sinn
sást samtímis líkamning og miðillinn. Alls voru taldai’
28 líkamningar. Síðast, er Míka hafði beðið um að slíta
fundi, sást enn miðillinn og Elísabet samtímis. Míka bað
E. H. Kvaran vera eftir og tala við sig, og G. E. Kvaran
að gefa miðlinum strokur.
6. fundur, þriðjudag 27. jan.
Fundarbyrjun sem vant er. Innan skamms sást lúð-
urinn hreyfast og svífa stundum allhátt í lofti, og þrisv-
ar talað gegnum hann. Björn Guðmundsson (og lík-
lega fleiri) heyrði glögt sagt: „Guð blessi ykkur“, og"
seinast var sagt: „Den er for tung“ (þ.e.: lúðurinn oi
i