Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 33
MORGUNN
27
nokkuru sinni verði þar brúað á milli. Enda gjörist þess
væntanlega ekki þörf. Viðhorf rétt-trúnaðarins tilheyr-
ir kynslóð og tímabili, sem nú er að deyja út. Og sú
kynslóð er svo frábrugðin hinni nýrri, að manni þykir
jafnvel raunalegt, hve því fer fjarri, að maður geti
skilið hana. Eg þori t. d. að fullyrða, að nú sé naum-
ast til nokkur maður íslenzkur undir fertugu, sem í
raun og veru skilur, hvað fram hefir verið að fara í
huga sr. Friðriks Friðrikssonar, er hann á í mestri bar-
áttu við sjálfan sig út af altarissalcramentinu. Hann
segir svo frá í æfisögu sinni:
,,Eitt var það, sem amaði að mér í trúarlífi mínu,
og það var, að mig langaði stundum ákaflega til altar-
is, en eg trúði á gerbreytinguna (transubstantiasion) í
sakramentinu, og eg var hræddur um að lútherskur
prestur vildi ekki taka mig til altaris, ef hann vissi, að
eg hefði svo ólútherska skoðun. En aðallega var það hin
katólska messa, sem dró mig, sérstaklega með tilbeiðslu
hostíunnar, og fanst mér það nálgast altarisgöngu, að
vera við messuna“.
Þetta er alt hebreska fyrir yngri mönnum íslenzk-
um. ,,Transubstantiasion“ og ,,consubstantiasion“ og
allar aðrar ,,substantiasionir“ eru langar leiðir fyrir ut-
an heim veruleikans í þeirra augum. Þeir sjá engan
eðlismun á „tilbeiðslu hostíunnar“ og annari skurðgoða-
dýrkun. Ekki svo að skilja, að þeir hafi ekki töluverða
samúð með alls konar táknlegum athöfnum; hitt er það,
að þeir hafa með öllu mist t r ú á þeim. Og þeim er
með öllu ókleift að skilja það ástand, sem kemur fram
sem innileg og heit barátta í sálunni út af þessum efnum.
Málsvarar hinnar eldri trúarstefnu tala jafnan um
það, sem einhver spilling og óguðleiki valdi því, að þess-
ar tilfinningar eru að deyja út. Og þeir ætla sér að
lækna sjúkdóminn með heiftræknum orðum. Hvort sem
Mönnum líkar betur eða ver, þá tekst ekki lækningin.