Morgunn - 01.06.1931, Side 91
MORGUNN
85
er ekki líklegt, að mikið hafist upp úr heilabrotum um
eðli sálarlifsins eða umhverfi sálarinnar eftir andlátið.
En sökum þess, að augu manna hafa, eins og getið
hefir verið um, beinst mjög að stjörnunum í þessu sam-
bandi, þá er ekki ólíklegt, að lesendum Morguns muni leika
forvitni á að heyra það, sem nútímastjörnufræðingar
leggja til málanna um líkindin fyrir lífi á öðrum hnött-
um, að því leyti, sem um það verður dæmt út frá þekk-
ingu þeirrar íræðigreinar.
Nafnfrægur brezkur stjörnu- og eðlisfræðingur, A.
S. Eddington, gaf fyrir tveimur árum út bók, sem hann
nefnir ,,The Nature of the Physical World“. Sú bók hef-
ir vakið meiri athygli víða um veröld, en títt er um
bækur fræðimanna í þessum greinum. Tíðast rita þessir
menn á þá lund, að óhugsandi er fyrir aðra en sérfræð-
inga að fylgjast með þeim. En bók Eddingtons er einmitt
rituð með það fyrir augum, að skýra fyrir mönnum, sem
ekki geta þrætt refilsstigu stærðfræðinnar, að hverju
leyti athuganir fræðimanna á síðari árum á eðlisfræði-
legum fyrirbærum breyti heimspekilegu viðhorfi manna
á heiminum. Er frábærilega hugnæmt að fylgjast með
þessari greinargjörð, enda þótt maður verði að hafa sig
allan við að missa ekki þráðinn — og missi hann ávalt
öðru hvoru. Niðurstöður margra hinna nýju eðlisfræð-
inga eru með öllu furðulegar. Meðal annars tala þeir á
þá lund, að þeir sjái ekki annað, en að menn verði að
leggja niður hugmyndina um hið lögbundna orsaka-
samband — að determinisminn verði að rýma úr heim-
spekilegri hugsun. Verði þetta ofan á, yrði þetta vita-
skuld mesta bylting í heimi hugsunarinnar, sem fram
hefir farið, frá því að náttúruvísindin hófust. Og trúar-
brögðin mundu þá standa alt öðru vísi að vígi, en þau
gjöra þessa stundina. En auðvitað spáir ófróður maður
engu um það efni.
En í bók Eddingtons er einn kafli, sem er næsta
ólíkur öllu öðru í ritinu. Hann er um afstöðu jarðarinnar