Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 130
124
MOEGUNN
um. En hann hafði son sinn. Hjá svo stóráhrifanæmunr
manni, með svo sterku hugsjónaafli, hlaut tilfinning'in
að leiða hann til skynsamlegrar rökhygli.
Við fyrsta tækifærið, sem gaf skilyrði til þess að
knýja fram gáfu hans, kom hún alt í einu í ljós, eins
og neðanjarðarvatnsæð, sem liggur undir fargi, sprett-
ur upp með miklum krafti, þegar hittist á að bora til
hennar. Þetta tækifæri kom hér um bil ári eftir að P-
F. hafði tapað hæfaleika sínum til að skrifa ósjálfrátt.
Veturinn 1921 voru nokkurir menn saman komnh’
í einum sal sálarrannsóknastofnunarinnar í París. For-
thuny var þar viðstaddur. Þar var skygn kona, frú B.
Dr. Geley rétti þá samanbrotið bréf að þessari konu,
og spurði, hvers hún yrði vís við að snerta það. P. For-
thuny greip bréfið í glensi og sagði: Það er víst ekki
mikill vandi að segja um það eitthvað, sem getur átt
við hvað sem er. Og hann tók að bera sig til eins og
hann væri skygn og segja frá, en af handahófi, sem
honum datt í hug. Bréfið var frá óhappamanninum Lan-
dru. Það, sem P. F. skýrði frá, stóð nokkuð heima, en
var skilið svo, að það hefði heppnast af tilviljun.
Frú Geley tók þá blævæng á borði í salnum, rétti
Forthuny hann og sagði: Við skulum sjá, hvort petta
hefir einungis verið hending. Hvers verðið þér vísari, er
þér snertið þennan hlut?
P. F. tók þetta enn einungis sem spaug og hugði
ekki á annað en að láta sem skygn maður og jafnframt
sjá, hve lengi tilviljunin gæti orðið honum hliðholl. Hann
fór höndum um blævænginn og mælti: Hvað er nú
þetta? Eg fæ áhrif eins og af að kafna, og eg heyri við
hliðina á mér: Elísa. — Það datt ofan yfir frú Geley.
Blævænginn hafði átt gömul lcona, dáin fyrir 7 árum
af lungnasjúkdómi og hafði í þessum síðasta sjúkdómi