Morgunn - 01.06.1931, Síða 83
MORGUNN
77
9
telur þetta eitt af því áhrifamesta, sem fyrir sig hafi
komið á þessum líkamningafundum.
15. fundur, föstudag 20. febr.
Vanaleg fundarbyrjun. Lúðurinn tók að hreyfast;
kom upp á kné Kr. D., og gildari endi fast að andliti
hans, og sagt í gegnum hann: Sæll (eða sælir), síra
Kristinn. G. E. Kv. bað, að hann færi hærra, og var það
gjört, og talað gegnum hann, og enn var sagt í gegnum
hann, hátt í lofti, með sterkri rödd: Míka. Fundar-
mönnum fanst vera mikill kraftur. Voru margir skygn-
ir, og kváðust sjá mikið. Meðan sungið var í myrkrinu,
hreyfðist vera á gólfinu, og fundu G. E. Kv. og frú Lilja
slæðurnar; kom þá til Kr. D. og sagði tvisvar: Sæll
(eða sælir), síra Kristinn; tók báðum höndum um vanga
hans og kysti á andlitið; færðist þá til miðilsins, sem
ekki var fallinn í ,,trance“, og sagði: ,,Nu fik jeg ogsaa
et Kys“. Þá féll hann í ,,trance“, og Míka kom, bað um
að kveikja ljósið og hélt hátíðlega kveðjuræðu, er þetta
var síðasti fundurinn. Gekk hann til allra í innri hring
og lagði yfir þá hendi með blessandi og þakkandi
kveðjuorðum. Þóru Borg sagði hann, að móðir hennar
væri hér, og bæði að heilsa henni. Þegar hann var sezt-
ur í byrgið, rannsakaði hann hringinn og sagði, að
„magnetiski“ krafturinn væri óvenjulega lítill; en skyldi
þó reyna. Sáu nokkurir fundarmenn eina eða tvær ver-
ur koma í Ijós, en ekki út á gólf. Handleggur sást gegn-
um byrgisdyrnar, hærra en svaraði því að geta verið
handleggur miðilsins. Míka sagði, að krafturinn væri
of lítill. Var hann leiður yfir því, og sagði, að miðlin-
um mundi falla illa, er hann vaknaði, að fundurinn
yrði svo árangurslítill. Bað þá slíta fundi. Kr. D. bað
stutta lokabæn, þakkargjörð fyrir dásemdir, sem veizt
hefðu á fundunum, og bæn um, að það bæri árangur
og ávöxt hjá þeim, er við hefðu verið.