Morgunn - 01.06.1931, Page 111
MORGUNN
105
hver tegund af lifandi verum lifi í sínum sérstaka heimi,
og að sambandið eða samgöngurnar á milli þessarra
heima séu mjög strjálar og ófullkomnar. Jafnvel sam-
bandið á milli manns og hunds er næsta ófullkomið.
Maðurinn skilur ekki mikið af eðli hundsins, en hund-
urinn þó minna af áhugamálum og eðli mannsins. Á
líkan hátt gæti verið farið sambandi mannsins og æðri
máttarvalda, nema að því leyti, að hundurinn hefur sín
æðri völd, sinn guð eða sína guði (mennina), hjá sér
og getur skynjað þá með augum líkamans, en maður-
inn skynjar sín ,,æðri völd“ aðallega, og guð sinn ein-
göngu, með augum andans. Hundurinn er því, meðal
annarra orða, líklega sælasta skepna jarðarinnar, því
að hann hefur sína guði jafnan hjá sér og veit um vilja
þeirra að því leyti, sem hundinum við kemur, þótt þess-
ir guðir séu að vísu oft grimmir og duttlungafullir, eins
og guðir margra frumþjóða, og harla ólíkir æðstu guðs-
hugmyndum mannanna. En hundurinn getur beðið guð
sinn, þótt málið vanti; hann biður með augunum, og sú
bæn er oft mælskari, en nokkur mannleg ræða. Og hund-
urinn biður ekki eingöngu um daglegt brauð, — hann
biður um náð og velvild guðs síns, sem eru honum eins
og sólskin, af því að hann elskar guð sinn, húsbónda
sinn. Kærleikurinn brúar djúpið á milli heimanna.
Og þannig geta mennirnir snúið sér til æðri mátt-
arvalda og um fram allt til guðs með bænir sínar. Því
að bænin er ekki eingöngu bón eða beiðni um dagleg-
ar þarfir eða sérstaka hluti, heldur það ástand sálar-
innar, að snúa sér í ást og lotningu til ósýnilegs heims.
Því að í þessu efni stöndum við hundunum að baki, að
okkar æðri heimur er okkur óskynjanlegur. Og þetta
veldur því, að margir efast um, að nokkur æðri heim-
ur sé til, og hyggja, að við séum eingöngu leiksoppur
jarðneskra afla og eigum hvergi annarsstaðar hjálpar
von, en í efnisheiminum. En við skulum snúa okkur
snöggvast aftur að líkingunni um silungana.