Morgunn - 01.06.1931, Page 107
M 0 R G U N N
101
virtist hafa sofnað afar fast, og við vissum ekki, hvað
við ættum að taka til bragðs. Svo að við létum pappír
og blýant á þvottaborðið og fórum út úr herberginu.
Eftir fáein augnablik var kallað á okkur með miklum
höggum á vegginn, og þá lágu fyrir okkur skrifuð fyrir-
mæli um, hvað við ættum að gera, hvaða lækni við ætt-
um að sækja o. s. frv. En skriftin var ekki með hendi
Mrs. Corner.
Enn aðra gáfu hefi eg séð koma fram hjá Mrs.
Corner, og það var spegilskrift. Hún tók pappírsblað
og blýant, byrjaði á röndinni á blaðinu hægra megin
og aftan á orði og setningu, svo að fyrsta orð setning-
arinnar var síðast ritað. Til þess að lesa þessa skrift
varð að halda henni fyrir framan spegil, en að öðru
leyti var hún eins og hver önnur „sjálfstæð skrift“.
Mér þykir vænt um það, að eg á ofurlítið sýnishorn af
þessari skrift.
Mrs. Corner var það alls ekki ljóst, hve víðtækir
hennar miklu hæfileikar voru, og á þeim tíma var
hún ekki eins mikils metin, né heldur var jafnvel um
hana séð, sem menn hefðu átt að gera. Miðlalífið er
ávalt örðugt og líf þessarar konu varð raunalegt. Sum-
ir menn smjaðra fyrir okkur miðlunum, meðan gagn
má hafa af okkur, og vanrækja okkur svo eftir á og
gleyma okkur. Mig langar til að minna spíritista og
aðra sálarrannsóknamenn á það, að án miðlanna kom-
ast þeir ekkert með kenningar sínar, og að það ætti að
sýna okkur umönnun og vernd — sem verkfærum, er
guð hefir gefið þeim, er mennirnir hafa talið dauða,
en eru að leiða í ljós ómælilega tign hins eilífa lífs.