Morgunn - 01.06.1931, Page 28
22
M 0 11 G U N N
það engum á óvart, þótt prestur láti í ljós þá skoðun
sína, að þessi forna trúarjátning sé næsta ófullkomin
og jafnvel villandi yfirlýsing um trú nútímans. Hver
embættismaður kirkjunnar eftir annan hefir látið þessa
sömu skoðun í ljós. Oft hefir verið vitnað í ummæli dr.
Jóns Helgasonar biskups og prófessors Haralds Níels-
sonar um þessi efni. Prestar hafa á mótum sínum gjört
yfirlýsingar, er í sömu átt fara.
Þá hefir prófessor Magnús Jónsson fyrir tveimur
árum birt tillögur að trúarjátning, er honum virðist
eðlilegt að komi í stað hinnar postullegu, svonefndu.
Er greinargjörð hans svo skilmerkileg, þótt fáorð sé,
að eg freistast til að minna menn hér á upphafsorð hans:
,,Það mun sannast, að það verða æ fleiri og fleiri,
sem þykir það undarlegt og óviðunandi, að þess sé kraf-
ist, að kristnir menn skuli binda játning trúar sinnar við
margra alda gamalt orðalag. Rétt á litið felst í þessu
lítilsvirðing á kristnu trúnni, rétt eins og hún væri eitt-
hvað dautt og stirðnað líkneski, sem altaf mætti færa í
sömu fötin. Það er einkenni alls þess, sem lifir, að það
breytir sífelt um mynd, fer fram eða aftur, prjónar sér
ávalt nýjan og nýjan ham. Hvergi í náttúrunnar ríki
finst neitt lífrænt, sem er óbreytilegt. Óbreytileikinn er
dauðavottur, og eg veit ekki, hvort það er hrós um sögu
kristninnar. Þar má sjá hvorttveggja, kyrstöðu, sem er
vottur um dauða í sálunum, og þróunina, þar sem lífs-
andinn er að starfi.
„Postullega trúarjátningin hefir staðist bezt af hin-
um fornu játningum kirkjunnar — af því að hún er
styzt og einíöldust. En hvernig er nú komið hennar hög-
um? Sumt í henni er sígilt, og geta allir haft það yfir
með sömu einlægni enn þann dag í dag, eins og fyrir
mörgum öldum. Annað er þess eðlis, að menn sætta sig
við orðalag þess með því, að leggja inn í það aðra merk-
ingu en upphaflega var í því. En annað fer beinlínis í
bága við sannfæringu fjölda trúaðra manna. Og er þar