Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 38
32
MORGUNN
á kristindómurinn að hafa verið trúarbrögð íslendinga
frá því árið 1000 þangað til einum eða tveimur áratug-
um eftir aldamótin 1900. Hann lifði af breytinguna frá
katólsku í lúthersku. Hann lifði af, þótt valdamenn
kirkjunnar væru eins margvíslegir og stökkið var langt
frá Jóni Ögmundssyni til Jóns Gerrikssonar. Hann lifði
af eins ólíka boðun trúai’kenninganna eins og frá Guð-
mundi Arasyni til Jóns Vídalíns. Ekkert gat haggað
honum í níu hundruð ár, fyr en Jón Helgason og Har-
aldur Níelsson tóku að skrifa nokkurar ritgerðir um
sumar úreltar kenningar. Þá valt hann úr sæti svo greini-
lega, að nú er kristindómurinn ekki trúarbrögð „nema
örfárra íslendinga".1)
En alt þetta virðist bera það með sér, að það kynni
að vera ómaksins vert, að renna huganum sem snöggv-
ast yfir spurninguna: Hvað er kristindómur?
III.
Hr. S. Á. Gíslason veit, hvert svarið er. í grein gegn
G. B. getur hann þess, að það sé næsta háðulegt, að
presturinn skuli ekki vita, að kristindómurinn sé „líf ^
samfélagi við DrottinEn eftir þetta mikilsverða svar
vaknar önnur spurning: Hvað skyldi það nú vera? Eg
hefi heyrt þetta svar S. Á. G. frá því að eg byrjaði að
lesa um trúarbrögð. En mér hefir veizt með öllu ógjör-
x) Sumstaðar í grein G. B. er svo komist að orði, a'S maður gæti
freistast til þess að haltla, að lmgsunarhátturinn væri þessi:
Trúarbrögð heitir trúin, þegar hún er runnin í stofnun, sem ófá-
anleg er til þess að láta hagga sér. Kristindómurinn er trúarbrögð,
þegar hann hefir þessi einkenni. En þegar þeim er létt af, getur hann
samt sem áður lialdið áfram að vera „trú“ manna, þ. e. ráðandi
• aflið í lífsskoðun þeirra. Ilann er einungis ekki lengur „trúarbrögð"
þeirra.
En vaki þetta fyrir G. B., þá er það mjög óskýrt í ritgjörð-
inni, og tæplega verjandi að nota orð í svo ólíkri merkingu frá dag-
legri venju, nema því að eins, að gjörð sé Ijós grein fyrir breyt-
ingunni.