Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 11
MORGUNN
5
ekkert annað líf væri til. Eins og þeir séu nokkuð um það
spurðir, eða nokkur af oss! Eins og tilveran og alheimur-
inn fari nokkuð eftir því, hvað vér viljum! Sjálfsagt get-
um vér sagt, að svo sé guði fyrir þakkandi, að þeim sé
ekki sniðinn stakkur eftir vorri geðþekni. Margir mundu
óska sér, að þetta líf væri nokkuð mikið ólíkt því, sem það
er. En þær óskir eru ekki mikið teknar til greina, enda
ekki líklegt, að það væri oss fyrir beztu. Ef vér hugsum
oss, að einhverjar skynsemi gæddar verur utan jarðar-
innar fengju fregnir af oss — og vér skulum gera ráð
fyrir, að þær fregnir væru sannar, það sem þær næðu —
þá er alls ekki ólíklegt, að þær verur kæmust að þeirri á-
lyktun, að jarðarbúarnir hlytu að vera brjálaðir, og að
m. k. gæti lífi þeirra ekki verið svo háttað, sem sagt sé. Um
það efni mætti áreiðanlega flytja langt erindi. En það
ætla eg ekki að gera frekara að umtalsefni að þessu sinni.
Menn hafa ekki látið við það sitja, að andmæla kröft-
uglega þeim frásögnum, sem komið hafa, heldur hafa
menn rangfært þær, og svo vonzkast út af þeim rangfærsl-
um. Hér á landi er oss orðið nokkuð kunnugt um þá bar-
dagaðferð. Jafnvel prestar hér og þar út um heiminn
hafa látið sér sæma það háttalag. Eg skal taka til eitt
dæmið, sem mönnum hefir orðið einna skrafdrýgst um.
Uað var borið út um heiminn, að Raymond Lodge segði,
að hann eða. félagar hans drykkju whisky og sódavatn
og reyktu vindla. Sannleikurinn er sá, að Raymond sagði,
að honum væri kunnugt um, að einu sinni hefði það kom-
ið fyrir, að maður, sem var nýkominn inn í annað líf, og
var enn háður eftirlöngunum og siðvenjum síns jarðneska
lífs, hefði beðið um vindil. Reymond fanst þetta vera
fráleit tilmæli. En reyndin varð sú, að þeir framliðnu
menn, sem áttu að sinna þörfum hinna nýkomnu manna,
voru svo miklir efnafræðingar, að þeir gátu búið eitthvað
til, sem líktist vindli, og árangurinn varð sá, að nýkomni
maðurinn vandist smámsaman af þessum löngunum sínum.
Alveg sama er að segja um það, sem líktist whisky og sóda-