Morgunn - 01.06.1931, Page 81
M O li G II N N
75
13. fundur, föstudag 13. febr.
Vanaleg- fundarbyrjun. Míka kom, heilsaði og hélt
snjalla tölu með stígandi krafti, meðal annars um, með
hverjum huga fundarmenn ættu að vera, er þeir ættu
von á að sjá dýrðlegar verur úr æðra heimi, og hve dá-
samlegt það væri. Settist þá inn í byrgið, og eftir nokk-
ura stund komu líkamningar, hver af annari, stjórn-
endur miðilsins, þar á meðal Rita, sem ekki hefir kom-
ið áður. Allar komu glögt í ljós, flestar með mjög mikl-
ar slæður, og snertu marga fundarmenn. Vera kom
þar, sem frú Katrín sat og frú Ásthildur að baki, en
Virtist ekki geta nefnt sig fyrir grátekka. Miðillinn
sást gegnum byrgisdyrnar og vera við hlið honum (frú
Lilja). Rósa kom hjá Kr. D., og þreifaði hann laust á
slæðunum, og fanst þær nokkuð þykkar; sama fanst
L. Kaaber seinna. Bað Kr. D. hana að taka í hönd sér,
og tók hún með fingurgómum um hönd hans, og fanst
honum þeir kaldir. Við hönd Einars Sv. Einarssonar var
komið, og fanst honum eðlileg viðkoma. Þórður Edi-
lonsson fann strokið um hár sér og frú Katrín klappað
á kinn sér. Rita snerti E. H. Kv. og klappaði frú Lilju.
Rósa kysti á hönd Kaabers, og fann hann þá slæðuna.
•Slæðurnar ríkulegar og veifað með höndum. Rósa sýnd-
ist hafa á handleggnum litla slæðu á stærð við vasaklút,
sem hún veifaði, og teygðist þá slæðan niður á gólf. (G.
Kv.). iSlæðupartur virtist verða eftir og aflíkamast.
(Frú Lilja). Alls töldust 21 líkamningar. Míka kvaðst
ekki þora að taka meira frá miðlinum í kvöld. Fundi
slitið sem vanalega.
14. fundur, þriðjudag 17. febr.
Vanaleg fundarbyrjun. Lúðurinn hreyfðist hátt í
lofti og heyrðist sagt í hann: ,,God bless you“. Kr. D.
fann þá, að miðillinn var í ,,trance“, og heyrði Míka
taka undir sönginn. Lúðurinn tókst aftur á loft, og
heyrðist sterk rödd gegnum hann, eða tekið undir söng-