Morgunn - 01.06.1931, Side 43
MOllGUNN
37
ar, blæ, sem að vísu er finnanlegur annars staðar, en
svo ákveðinn í kristindóminum, svo afdráttarlaust und-
irstöðuatriði fyrir höfundi kristninnar, svo óafmáanlegt
einkenni þess lífsskilnings, sem kallaður verður ki'ist-
inn, að frá þeirri uppsprettu hefir langsamlega mest af
því runnið, sem hefir gjört kristindóminn dýrmætan?
Hið dýpsta einkenni kristindómsins er virðing hans
og lotning fyrir mannssálinni og mannlegum persónu-
leika.
í fljótu bragði mætti svo virðast, sem þetta svar
væri næsta ófullkomið til þess að skýra svo margbreytta
staðreynd sem kristindómurinn er. En samt er það svo,
að þess nánar sem að er gáð, því betur mun í ljós leið-
ast, hve nálægt þetta er þungamiðju kristindómsins.
Öllum er kunnugt um, hve margvíslegar myndir
menn hafa gjört sér af Jesú, er þeir hafa verið að
reyna að átta sig á honum. Oft hefir honum verið lýst
á þá leið, sem hann hafi framar öllu verið draumsjóna-
maður með ríka skáldlega gáfu og næma sjón fyrir
yndisþokka blóma og barna og náttúru og alls lífs.
Þetta er t. d. það, sem glegst er dregið fram í þeirri
æfisögu Jesú, sem ef til vill hefir verið bezt skrifuð
•— Sögu Jesú, eftir Renan. Og mörgum íslendingum er
þessi lýsing kunn af bók Oscars Wildes — De Profundis.
Aðallýsingarorð hans um Krist er charming — það voru
töfrar yndisþokkans, sem heilluðu hann. Enda er Wilde
bersýnilega lærisveinn Renans í þessum efnum. En ó-
gjörlegt er að fallast á, að þetta sé nándar nærri full-
komin lýsing.
Aðx'ir hafa gjört Jesú að klerklegum umbótamanni
framar öllu öðru. Manni, sem hafi í’isið gegn klerka-
stétt síns tíma sökum þess, að hún hafi verið orðin gagn-
tekin af eigingirni og hræsni. Vitaskuld var þetta hluti