Morgunn - 01.06.1931, Side 64
58
M 0 11 G U N N
inu. Miðillinn sat í litlum hægindastól fyrir utan byrgið,
og þegar hann var fallinn í ,,trance“, tóku stjórnendur
hans að tala í gegn um hann, og þegar aðalstjórnand-
inn, Míka, kom, ávarpaði hann fundarmenn með skör-
ulegri og fagurri tölu, og leyfði þá að kveikja litla
í'auða ljósið, ýmist rétt á undan eða eftir tölunni. Þeg-
ar henni var lokið, stóð hann upp, og bað E. H. Kvaran
setja stólinn sinn inn í byrgið og taka við jakka mið-
ilsins. Þá var aftur sungið, og fóru venjulega líkamn-
ingar að koma — þangað til stjórnandinn bað að slíta
fundi. Var þá sungið eitt eða tvö vers af sálminum:
„Lýs milda ljós“, þá las Kr. D. ,,faðirvor“ og ,,bless-
unarorð“, sem fundarmenn tóku undir, og að síðustu
sungið: „Nú legg eg augun aftur“.
Ekki varð því komið við, að taka skýrslu á fundun-
um sjálfum, en var að eins gjört á þann hátt, að Kr. D.
ritaði jafn-skjótt eftir hvern fund það sem gjörzt hafði.
eftir því, sem hann bezt gat munað, og hafði orðið sjálf-
ur var við eða honum var sagt af öðrum fundarmönn-
um, sem hann reyndi að bera sig saman við, áður en
menn skildu. Er sú skýrsla að sjálfsögðu ófullkomin,
einkum að því leyti, að ýmislegt mun vanta, sem ein-
stakir fundarmenn urðu varir við eða tóku eftir; en
leitast var við, að láta ekkert of sagt.
Fer hér þá á eftir ágrip af þessum fundarskýrslum,
nokkuð dregið saman frá því, sem það var ritað, til
að gefa fundarmönnum yfirlit yfir það, sem gjörðist.
II. FUNDASKÝRíSLUR.
1. fundur, þriðjudag 13. jan.
Þessi og næsti fundur voru reynslufundir, og fund-
armenn þessir, er sátu í einum hring kringum byrgið:
Einar H. Kvaran, frú Gíslína Kvaran, frú Matthilde
Matthíasson, Gunnar Kvaran, Árni Jónsson, frú Lilja