Morgunn - 01.06.1931, Page 9
M0R6UNN
3
að vera á högum þeirra framliðinna manna, sem þar
voru að verki saman. Einu sinni ætlaði einn af hans
slyngustu liðsmönnum að fara að segja okkur frá því,
hvernig það hefði atvikast, að hann komst í þetta starf
hjá okkur. Hann hóf mál sitt á því, að Konráð hefði
komið niður til sín. 1 sama andartaki var eins og tekið
væri fyrir munninn á honum. Hann steinþagnaði alt í
einu. Og þegar hann tók aftur til máls, vildi hann ekk-
ert að þessu umtalsefni sínu víkja. Þriðja atvikið, sem
eg ætla að minnast á, var þetta: Skygn maður kom til
okkar á fund um það leyti, sem mikið var að gerast af
fýsiskum fyrirbrigðum. Hann hafði ekki komið til okk-
ar áður, var ókunnugur háttum okkar á fundunum og
nokkuð málreifur. Konráð hafði stjórnina á miðlinum.
Þá hefst þessi gestur upp úr eins manns hljóði og seg-
ir: „Konráð! Hvernig stendur á þessum svörtu, sem
eru þarna úti í horninu til annarar hliðar?“ Mér er
minnisstætt, hvað Konráð varð stuttur í spuna. Hann
gaf gestinum ótvírætt í skyn, að ef hann ætlaði sér að
koma hingað, og ef hann sæi eitthvað meira en alment
gerðist, þá væri honum hollast að vera ekki að hafa neitt
orð á því, sem honum kæmi ekkert við. Auðvitað hafði
Konráð ekki dulið okkur þess, að hann og félagar hans
settu stundum í vök að verjast fyrir áleitnum, miður æski-
legum boðflennum úr hans heimi, þegar þeir væru að
fást við fýsisku fyrirbrigðin. Vel getur líka verið, að
hann hafi búist við því, að alt umtal um þessar verur
á fundunum kynni að espa þær. En ljóst dæmi af mörg-
um, sem fyrir okkur komu, er þetta um það, að okk-
ur var ekki ætlað að fá aðra vitneskju úr öðrum heimi
on þá, sem þessir vinir okkar voru fúsir á að láta okk-
ur í té. —
Þér skiljið sennilega af þessu, að mér hefir oft komið
til hugar, að þessir framliðnu menn hefðu getað sagt okk-
ur meira af lífi sínu í öðrum heimi, en þeir gerðu, ef þeir
hefðu viljað. Við 4—5 ára viðkynningu gátum við ekki
1*