Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 19
MORGUNN
13
fjalla blasti við á allar hliðar. Glitrandi lækir og svalar
lindir prýddu brosandi hérað. Ávaxtatré og skrautleg
blóm fyltu dásamlega aldingarða. Alt var þar, sem auka
mátti saklausa gleði og fylla óskir hreinna sálna“. Hér
ber að sama brunni og um frásagnir framliðinna manna
og þeirra jarðneskra manna, sem fara sálförum eins
og Sundar Singh. Hann skýrir frá skynjunum, sem eru
alveg samstæðar jarðneskum skynjunum, landslagi, sem
fyrir hans augum er alveg samstætt jarðnesku landslagi.
I þriðja lagi er það, að þessar frásagnir um heim
framliðinna manna eru í fylsta samræmi við aðrar þær
hreytingar, sem orðið hafa á hugmyndum vorum um
annað líf. Eg játa það, að eg tel það nokkuð mikilvægt
atriði, því að eg tel þessar breytingar hátt þrep upp á
við í hugsanalífi mannkynsins. Hverjar eru þá þessar
breytingar? Mér finst muni vera ómaksins vert að at-
huga, hvað ev. lútersk kirkja hefir kent þjóðinni um
þetta efni, og bera það saman við það, sem ætla má, að
íslendingar trúi nú. Eg er þess ekki fullvís, að alþýða
manna hafi gert sér fyllilega grein fyrir mismuninum.
Mér finst handhægast og áreiðanlegast að leggja þar
*>kverin“ til grundvallar. Þar kemur fram sá kristindóm-
ur, sem viðurkendur hefir verið af þeim, sem yfir oss
hafa ráðið í andlegum efnum, og kendur hefir verið
hverju mannsbarni þjóðar vorrar.
Eg byi'ja þá á því kverinu, sem farið var að nota hér
•á landi um miðja 18. öld, og alment hefir vei'ið nefnt
>>Ponti“. Annars hefir það langan og voldugan titil:
>>Sannleiki guðhræðslunnar í einfaldi'i og stuttri, en þó
ánægjanligri, útskýringu yfir þann litla bai’nalærdóm
«ður cateehismum hins sæla dokt. Mart. Lutheri, inni-
haldandi alt það, sem sá þarf að vita og gjöra, er vill
verða sáluhólpinn. Samanskrifaður eftir konungligi'i
^llranáðugustu skipan til almennilegi'ar brúkunar“.
Hvað kennir þá kverið með þessum mikla titli oss
um annað líf? Fyrst er að benda á það, sem það kenn-