Morgunn - 01.06.1931, Síða 53
MORGUNN
47
ur kemur í skýringuna hjá honum þar, sem mest ligg-
ur við.
Sr. G. B. Iítur svo á, að rétt sé frá skýrt um það, að
lærisveinarnir hafi látið uppi — eða Pétur fyrir þeirra
hönd — þá sannfæringu sína, að Jesús væri Messías
þjóðarinnar. En þá hafi Jesús skýrt þeim frá áformi
sínu um að fara til Jerúsalem og muni óhjákvæmilega
verða þar alvarlegur árekstur milli sín og höfðingja
lýðsins. Hann er m. ö. o. að búa þá undir uppreistina,
er hann hefir fastráðið að hefja. Pétri lízt ekki á þá
fyrirætlun og tekur að átelja Jesú fyrir fásinnuna, en
Jesús vísar honum frá sér með hörðum ummælum, en
eggjar lýðinn til fylgis.
Framsetning sr. Gunnars á þessu er á þá lund, að
skýringin er alls ekki ósennileg, að öðru leyti en því, að það
verður fullkomin ráðgáta, hvernig það á að fara sam-
an hjá lærisveinunum, að þeir lýsi yfir sannfæring-
unni um að Jesús sé Messías og noti sama tækifærið til
þess að átelja Jesús fyrir það, sem þeir töldu aðalverk-
efni Messíasar. Það er mjög mikilsvert að hafa það í
huga, að á þessum tímum er sjóðandi uppreistarhugur
undir niðri hjá svo að segja allri þjóðinni. Rómverjar tóku
þúsundir manna af lífi um þetta leyti, sem grunaðir voru
um og staðnir voru að landráðum. Allir eru í raun og veru
að skima og leggja hlustirnar við, ef verða mætti, að þeir
yrðu frelsarans varir. Og alt af voru Messíasarnir að
koma, og allir voru þeir samshugar — að lumbra á vald-
höfunum. Hafi Pétur trúað því, að Jesús væri Messías,
þá fólst fyrst og fremst í þeirri trú sú vissa, að hann
mundi steypa af stóli þeim mönnum, er héldu þjóðinni
í ánauð. Þess vegna er fylsta ástæða til þess að telja
guðspjöllin fara rétt með það, að Pétur hafi ávítað
Jesú fyrir það, sem honum fanst vera með öllu ósam-
rýmanlegt Messíasarstöðu hans. Og hér er einmitt
þungamiðja málsins: þrátt fyrir, að guðspjöllin eru rit-
uð eftir daga Krists og með sífeldri hliðsjón af þeim