Morgunn - 01.06.1931, Side 122
116
M 0 R G U N N
í glaða sólskini lyfti hann sér í flugbátnum með þess-
um stóra fána, og mannfjöldinn klappaði fyrir hug-
kvæmni flugmannsins og hinum franska fána. Alt í
einu kom vindhviða og sló fánanum utan um stýrisum-
búnaðinn. Flugvélin steyptist beint niður, og kom nið-
ur í kirkjugarðinn í Galatz. Lét Friðrik Forthuny þar
líf sitt.
Fyrir hið tilfinningasterka hjarta föður hans, var
þetta reiðarslag af sársauka og síðan ósegjanlegri ör-
vænting.
Nú var þess skamt að bíða, að hæfileiki Fortunys
kæmi í ljós. En áður en hann segir frá því, segist höf-
undurinn, dr. Osty, verða að bæta fáum dráttum við
þessa mynd, sem hann hefir verið að lýsa, en eg verð
nú að fara þar fljótt yfir.
P. Forthuny er veikbygður fremur líkamlega, en þó
þolinn. Hann er óþreytandi að vinna og elskar það, sem
hann starfar, enda starfar ekki nema það, sem hann
elskar. Hann hafði ávalt verið bjartsýnn, þangað tii
skugga varp á við sorgaratburðinn, sem getið var.
Af öllu fögru verður hann hrifinn og vill þá gjarn-
an vera einn að dást að stórfenglegri náttúrufegurð, og
fellur þá stundum á kné.
P. Forthuny framleiðir ekki fyrir aðra; hann starf-
ar að list sinni, líkt og að ganga sér til hressingar, fyr-
ir sjálfan sig.
Hann hefir gjört mikið af tónsmíðum, einkum söng-
lögum, en lítið af því birt.
Myndir málar hann í vatnslitum og olíu. Ein af
myndum hans hefir verið keypt af ríkinu.
Af tónlistinni er hann hrifinn og málaraíþróttina
skemtir hann sér við.
Og hann skemtir sér einnig, þegar hann ritar skáld-
sögur. ímyndunarafl hans sýnir honum fyrirhafnarlaust
myndir, sem hann svo lýsir í orðum. Þrjár af skáld-
sögum hans eru draumsýnir. Einn morgun 1904 vakn-