Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 45
MORGUNN
39
skera á þráðinn, sem liggur milli hennar og hans, er
að uppræta í sér manndóminn og persónuleikann og
þar með leggja í auðn þá guðlegu sköpun, er hver mað-
ur er.
Þetta er þungamiðjan í kenningum höfundar kristn-
innar og þetta er það, sem kristindómurinn hefir lagt
veröldinni til fram yfir og í ríkara mæli en öll önnur
trúarbrögð. Yér getum tekið svo að segja alla kirkju-
lega helgisiði og gefið þeim annað nafn, vér getum tek-
ið svo að segja hverja grein úr öllum trúarjátningum
kirkjunnar frá öndverðu, snúið henni upp á eitthvert
annað en nafn Jesú frá Nazaret, og þá höfum við rétt-
trúnað Múhameðstrúarmanna, Hindúa eða einhverra
þeirra margvíslegu trúmanna, sem við nefnum einu
nafni heiðingja. En ef vér höldum fast við þá þunga-
miðju kristindómsins, sem hér hefir verið bent á, þá
erum vér kristnir menn, þótt alt annað fari.
En gjörum vér það? Getum vér haldið fast við
þennan kjarna kristindómsins? Um það skal engu spáð.
Aðeins skal bent á, að þeir menn, sem láta sér ant um
að varðveita kristna trú í landinu, hafa alt annað og
mikilvægara að gjöra en að rekast í því, hvort ungir
prestar þræða handbókina íslenzku eða sinna hinni
postullegu trúarjátningu. Því að enginn vafi er á því,
að fyrir dyrum stendur mikil barátta um það í mörgum
mannsbrjóstum, hvort rétt sé, skynsamlegt og sæmilegt
að ala með sér lífsskoðun kristindómsins. Og það er
alls ekki áreiðanlegt, að allir komi úr eldrauninni með
sama hugarfari eins og þeir kunna að hafa gengið inn í
hana. Mjög mikið af heimspeki nútímans stefnir í þá
átt, að minka manninn og gjöra hann óverulegri. Afar
erfitt er að standa andspænis náttúruvísindunum og
halda áfram að ímynda sér, að maðurinn sé þunga-
miðja lífsins. Afar erfitt er að standa andspænis mjög
miklu af því, sem ritað er um sálarfræði og fá það
útskýrt, að hver einasta mannleg athöfn sé afleiðing af