Morgunn - 01.06.1931, Page 57
M O It G U N N
51
Funöir Einers Hielsen.
Erinöi flutt í 5. R. F. í.
Eftir síra Kristinn □aníelsson.
I. INNGANGUR.
Eins og í öðrum löndum hefir áhugi fyrir sálarrann-
sóknamálinu breiðst á síðasta aldarfjórðungi óðfluga út
einnig hér á landi, og er það mjög eðlilegt um slíkt mál,
ekki sízt þar sem það hefir frá upphafi átt þá að for-
göngumönnum rithöfund Einar H. Kvaran og prófessor
Harald heitinn Níelsson. Laust eftir aldamótin tók Einar
H. Kvaran að kynna sér og rannsaka málið, sem hann
áður lítið eða ekkert vissi um, þótt hann þá þegar ætti
langan rithöfundarferil að baki og væri allra manna víð-
lesnastur í alls konar bókmentum. Svo hljótt höfðu rit-
höfundar látið um málið, aðrir en þeir tiltölulega fáu,
sem þá voru farnir að rannsaka það til hlítar, og rita
um ]>að, þar á meðal þó ýms stórmenni andans og vísind-
anna, svo sem Crookes, Myers, Richet og margir fleiri.
Brátt gjörðist Har. Níelsson samverkamaður E. Kvar-
ans og rannsökuðu þeir nú málið af mikilli alúð. Báðir
gengu þeir að ])essari rannsókn algjörlega hlutdrægnis-
laust, sjálfsagt í fyrstu algjörlega vantrúaðir á, að nokk-
ur markverður sannleikur fælist í því. En báðum mun
þeim hafa þótt það of þýðingarmikið fyrir alment mann-
lega þekkingu, og ekki sízt Haraldi Níelssyni fyrir kirkju
og kristindóm, til að skeyta því engu, þegar athygli þeirra
eitt sinn var vakin á því. Þeir stofnuðu tilraunafélag, sem
margt hefir verið sagt frá á fundum Sálarrannsóknafé-
lagsins og í tímariti þess, Morgni. Þeir voru svo hepnir
að hafa frábærlega góðan miðil, Indriða Indriðason, með
4*