Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 27
M 0 R G U N N
21
Hýjar raðöir.
Ekki er með nokkru móti unt að neita því, að lít-
ill gleðiblær er yfir hugsunum allmargra manna um
framtíð íslenzkrar kirkju. Meiri hluti þjóðarinnar ósk-
ar þess vafalaust, að henni megi vegna betur, er tímar
líða, en nú horfist á. En margir telja næsta ótrúlegt, að
þær óskir rætist.
En hér verður eitt atriði gjört að umtalsefni, sem
frekar styður þá hugmynd, að ef til vill sé bjartara yf-
ir framtíðinni en skýbólstrarnir virðast benda til. Nokk-
urir ungir prestar og guðfræðingar hafa á síðari tímum
látið heyra til sín þær raddir, sem vekja hjá manni á-
kveðnar vonir um, að breyting standi fyrir dyrum í ís-
) lenzku kirkjulífi. Og engin ástæða er til að ætla annað,
en að sú breyting verði til batnaðar.
Sérstök ástæða til þess, að vakið er máls á þessu
nú, er sú staðreynd, að undanfarnar vikur hafa íslenzk
blöð, sem borist hafa hingað vestur um haf, látið sér
mjög tíðrætt um þessar raddir og hafa flest ummælin
verið þungir dómar. Og með því að rúm þessa tímarits
er alltakmarkað, verður látið nægja að drepa á það,
sem sérstaklega hefir orðið opinberlega fyrir gagnrýn-
inni, enda þótt margs annars væri vitaskuld maklegt
að minnast.
Síra Jakob Jónsson hefir vakið hið mesta rót með
grein, sem hann ritaði í 5.—7. tbl. ,,Strauma“ um post-
ullega trúarjátningu. Er greinin skrifuð af miklum skýr-
^ leik og samvizkusemi. Og naumast er blöðum um það að
fletta, að það eru ekki niðurstöður prestsins heldur sam-
vizkusemi hans, sem valdið hefir því, að um greinina er
ritað, sem væri þetta eitt mesta regin-hneyksli, sem hent
hefði embættismann kirkjunnar. Því að vitaskuld kemur