Morgunn - 01.06.1931, Side 51
M0K6UNN
45
mikil skelfing yfir þá að dynja, sem selt höfðu rétt sinn
til hins nýja lífs fyrir hégóma. Var unt að mála hugs-
anir sínar of sterkum litum, þegar þetta var inni fyrir
í huganum?
Ef til vill finst mönnum erfitt að samrýma þessar
hugsanir því trausti, sem Jesús bar til þess, er hann
nefndi föður sinn á himnum. Við því er ekkert annað
að gjöra en að kannast við, að það sé erfitt. Svo furðu-
legt sem það má virðast, þá verður ekki undan því kom-
ist að játa, að í huga Jesú hafi fjarskyldar hugmyndir
og tilfinningar búið á sama tíma. Og þó væri ef til vill
réttara að segja, að einmitt þetta hjálpi oss til þess að
skilja hann að töluverðu leyti. Enginn maður hefir dval-
ið svo á jörðunni, að ekki hafi búið í honum bæði fornt
■og nýtt. Tign Jesú er í því fólgin, að hann finnur, hver
«ru dýrustu verðmæti hans eigin sálar, og þar með ann-
ara manna. En Jesús var ekki alvitur. Fyrir þá sök vissi
hann ekki, að aldagamall draumur þjóðarinnar um
skyndilega komu guðsi’íkis, var eklci annað en draumur.
Sr. Gunnar telur hugsunina um þörfina á vopnaðri
byltingu hafa sérstaklega skýrst fyrir Jesú og orðið að
föstum ásetningi hjá honum upp úr lífláti Jóhannesar
skírara. Og í því sambandi bendir hann á orðin ein-
kennilegu í Mattheusar guðspjalli: ,,En frá dögum Jó-
hannesar skírara og alt til þessa verður himnaríki (þ.
e. guðsríki) fyrir ofbeldi, og ofbeldismenn taka það
með valdi“, og skyld ummæli í Lúkasar guðspjalli:
j.Lögmálið og spámennirnir náðu alt til Jóhannesar;
síðan er fagnaðarboðskapurinn um guðsríki prédikað-
ur og hver maður þrengir sér inn í það með valdi“.
Finst sr. G. B. eðlilegast að líta svo á, sem með guðs-
ríki (eða himnaríki, sem þýðir það sama), hafi Jesús
átt við þann vísi til hins nýja ríkis, sem falinn sé í fé-
lagsskap lærisveina sinna og fylgismanna. Með lífláti
•Jóhannesar, sem Jesús hafi metið mikils og talið að
uokkuru leyti samverkamann sinn, sé hafið ofbeldi gegn