Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 17
MORGUNN
11
því, hvað þessar frásagnir sé að marka. Eg er ekki viss
um, að aðrir hafi með meiri kostgæfni en eg brýnt fyr-
ir mönnum að hafa það hugfast, að þær séu ósannað
mál. En það er alt annað en að fullyrða, að aðalinn-
tak þeirra sé ósatt. Og aðalinntakið er það í mínum aug-
um, að þegar vér komum inn í annan heim, skynjum
vér hann í einhverri náinni líkingu við þann heim, sem
vér erum nú í. Vér getum ekki bygt skoðun vora um
það mál á sönnunum. Vér verðum að byggja hana á
því, sem oss virðist vera skynsamlegar líkur. Mér finst
skynsamlegt að hugsa sér, að þetta aðalinntak sé sann-
leikanum samkvæmt. Nú skal eg reyna að gera grein
fyrir, á hverju eg byggi þá skoðun.
Fyrst er nú það, sem eg hefi margtekið fram, að
þessar frásagnir um umhverfi framliðinna manna koma
í sambandi við dásamlegar endurminningasannanir hjá
ágætustu miðlum heimsins. Mér finst ekki eðlilegt að
hugsa sér, að framliðnir menn geti komið með slík
kynstur af atvikum úr hinu jai'ðneska lífi sínu, sem
sumum þeii’ra hefir tekist, en að þeir geti ekkert sagt
rétt frá því lífi, sem þeir lifa nú, og þó að þeir full-
yrði sjálfir, að þeir séu að fai'a með í'étt mál. Eg legg
ekkert upp úr staðhæfingum, er koma gegnum miðla,
sem ekki geta komið með neinar sannanir. Eg get enga
hugmynd gert mér um það, hvort þær séu úr öðrum
heimi eða ekki, eða að hvað miklu eða litlu leyti þær
séu blandaðar vitundarlífi miðilsins. En fullyrðingar
frá verum, er náð hafa í ágæta miðla, erum vér skyld-
ugir til að minsta kosti að athuga með gaumgæfni.
Annað er það atriði, sem mér finst ástæða til að
taka til greina, að einhverju leyti að minsta kosti. Það
er sálfarirnar. Eg veit vel, að í ályktunum út af þeim
verður að viðhafa hina mestu varkárni. Oft er engin
ástæða til að rengja sannsögli mannanna, sem lenda í
þessum sálförum. Þeir segja frá því, sem fyrir þá ber,
svo rétt, sem þeir geta. Hitt er annað mál, hvort menn-