Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 23
MORGUNN
17
það minst, hvað verður um hina vantrúuðu á þessu langa
tímabili fram að upprisu holdsins, hvort þeir eiga að
sæta þveröfugum kjörum við þá trúuðu, dragast með
syndir sínar og eru hvíldarlausir í vansælum ófriði, eða
hvort þeir vita ekkert af sér. Þarna í kverinu eru þeir úr
sögunni þennan tímann. Þar á móti er fullyrt, að við
upprisuna deyi þeir „eilífum dauða“, sem höfnuðu hjálp-
ræðinu. Engin skýring er gefin á því, hvað „eilífur
dauði“ merki, hvort orðin hafa þarna sömu hryllilegu
merkinguna eins og í Helgakveri, eða tákni hitt, að
mennirnir verði afmáðir að fullu og öllu. „Hinir guð-
hræddu, sem eru hólpnir fyrir trúna á Jesú, fá að erfð-
um eilíft líf“, sem „er hið heilaga og dýrðlega líf safn-
•aðar Jesú Krists í sælu samfélagi við guð sinn á hinni
nýju jörð“.
Eg get ekki að því gert, að mér finst hafa verið mál
til komið, að spíritisminn kæmi sem hressandi andvari
inn í þessar, sumpart hryllilegu, þokuhugmyndir.
Eins og þið hafið heyrt, halda ekki nema sum af
kverunum því fram, að vér höfum nokkura meðvitund
milli andlátsins og dómsdags. Þar á móti eru samkvæmt
þeim öllum eilífðarforlög vor ákveðin við andlátið.
Mennirnir skiftast í vonda og góða, þegar þeir deyja,
og við það situr. I engu kverinu er nefnt á nafn, að
þeim kunni að geta farið eitthvað fram allar aldirnar
til dómsdags. Sálin fer aðeins „þangað, sem henni er
ætlaður staður, þangað til hún fær aftur líkamann“,
eins og í einu kverinu stendur. Og við það situr. Þar er
hún kyr til dómsdags. Samkvæmt einu kverinu fá góðu
sálirnar fram að dómsdegi hvíld hjá guði í sælum friði,
on um vondu sálirnar er þar ekkert sagt. Samkvæmt
sumum kverunum eru vondu sálirnar alt af í kvölum
frá andlátinu. Samkvæmt þeim öllum kemur guð sínum
síðustu ráðalyktunum um mennina í framkvæmd á dóms-
degi, 0g vísar þá hvorum flokknum um sig í sinn ei-
Hfðarbústað, himnaríki eða verri staðinn. Svo virðist,
2