Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 15
MORGUNN
£
hafði verið vön, og mér fanst það eðlilegt. Fylgdarand-
inn gekk við hlið mér, og við sáum veröldina, eins og
hún var, anda innan um menn. í fyrstu gat eg ekki
greint þá hvora frá öðrum. Allir voru þeir lifandi menn,
eftir því sem mér virtist. En eg sá andana fara gegn-
um föst efni og berast á burt, á þann hátt, sem jarð-
neskir líkamir gátu ekki farið. Þá spurði eg fylgdar-
anda minn, og hann sagði mér, að þetta væru, eins og
eg, menn, sem lifað hefðu á jörðunni og skilið við líkam-
ann. Þá sá eg, að stundum hreyfðu þeir sig eins og þeir
væru enn í líkamanum, en stundum eins og þeir væru
englar, og fóru þá hratt mjög, og eg hafði orð á því við
fylgdaranda minn. Og hann mælti: ,,Já, þeir geta hag-
að sér eins og þeim þóknast, því að hugurinn hefir mátt
til þess að fara hægt eða hart“. . . . Og þá sagði eg við
hann: „Eigum við að fara eins og þeir fara?“ Og hann.
brosti og svaraði: ,,Það verður eins og þú vilt“. Og þá
fékk eg fyrsta skifti að reyna hið nýja farfrelsi". . . .
,,Við fórum um geiminn með miklum hraða. Eg
fann ekki eins mikið til hraðans, meðan við vorum á
ferðinni, eins og þegar við námum staðar; þá varð eg
bess vör, hve hart við höfðum farið, og hve langt við
vorum komin. Þegar við stöldruðum við, vorum við alls
ekki í þessum heimi. Við vorum komin burt af ykkar
jörð og vorum nú á hraðri ferð um geiminn. Eg varð
þess naumast vör, að við færðum okkur neitt til. Við
fórum eins og hugur manns . . . ekkert tafði för okk-
ar, né heldur gat eg markað hraðann á neinu. . . Fjar-
lægðina gat eg ekki mælt. Enda hirðum við ekki svo
mikið um fjarlægðina, þegar ekki þarf annað en hugsa
sér, hvert maður vill fara“.
Mér finst það liggja í augum uppi, að þegar menn-
irnir fara að ferðast svona, án nokkurra farartækja,
Þá fara þeir að líta öðrum augum á rúmið en þeir hafa
gert hér á jörðunni. En það bendir alls ekki á það,