Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 20
14
M O R G-IJNN
ir ekki — það minnist ekki á það einu orði, að manns-
sálin hafi neina meðvitund frá andláti líkamans til dóms-
dags. Kenning þess verður ekki skilin annan veg en
þann, að alt þetta tímabil sé sálin meðvitundarlaus. En
svo kemur upprisan. Um hana er farið þessum orðum:
,,Að fyrir guðs kraft samtengjast aftur á þeim efsta
degi líkamir allra þeirra dauðu sálunum, sem þær bjuggu
í áður, og upprísa sumir til eilífrar gleði, sumir til eilífr-
ar pínu“. Þessir líkamir „munu þá hafa andliga eigin-
ligleika og vera ódauðligir, óforgengiligir og hæfir til
að meðtaka annaðhvort himneska gleði, eður helvítis
píslir eilífligana“. „Eftir að búið er að halda dóminn,
fara þeir fordæmdu í eilífan helvítis eld, kvalir og pínu,
en þeir útvöldu í það himneska, eilífa og sæla líf“. Þetta
eilifa líf er ,,eitt fullkomið samkvæmi með guði, þar sem
Jieir sáluhólpnu, á sálu og líkama fullkomliga fríaðir
frá syndinni og öllu illu, njóta óendanligs og óumræði-
ligs fagnaðar, friðar, gleði og vegsemdar, og lofa guð
með öllum útvöldum englum óaflátanliga“. En sá eilífi
dauði er ,,ein skammarlig og angistarfull útskúfun frá
sælu guðs. En í hennar stað gnístandi og brennandi elds
og orma kvöl, á sálu og líkama“. í þennan „helvítiS'
eilífan dauða og pínu“ komast ,,allir þeir, sem lifað
hafa í syndunum af ásettu ráði, og eru í iðrunarleysi,
vantrú, andvaraleysi og rangri ætlun um guðs náð, burt-
dauðir, og þeir kallast eilífliga útskúfaðir frá guði“.
Þetta er kenning ,,Ponta“ um annað líf — að við-
bættum nokkurum fleiri hryllilegum staðhæfingum, sern
eg sleppi.
Þá kem eg að næsta kverinu, Balles „Barnalær-
dómsbók“. Kenningin um annað líf er þar að mestu
leyti alveg sú sama og í hinu kverinu, svo að eg þarf ekki
að tilfæra orðalagið. f einu atriði er þó munur. f Balles-
kverinu er eftirfarandi staðhæfing: „Sálin, sem er ó-
dauðleg, fer strax, sem hún er skilin við líkamann, til
sín's samastaðar, annaðhvort í eilífa gleði eður eilífar