Morgunn - 01.06.1931, Side 90
84
MORGUNN
Stjörnur og líf.
Umræður manna á Islandi í sambandi við sálar-
rannsóknirnar hafa á síðari tímum beinst nokkuð meira
um eitt sérstakt efni, en ætla má, að sé verulegur gróði
fyrir málið. Dr. Helgi Péturss hefir lagt svo mikla á-
herzlu á hugmynd sína um líf á öðrum hnöttum og um
framhaldstilveru jarðarbúa þar, að svo er að sjá, sem
ýmsum virðist það vera nokkurs konar sáluhjálpar-at-
riði í sálarrannsóknum að aðhyllast þessa skoðun. Nú
væri það af sjálfsögðu mjög mikilsvert fyrir allan skiln-
ing manna á lífinu, ef þeir gætu komist að fastri niður-
stöðu um þetta efni — á einn veg eða annan. En þrátt
fyrir prýðilega rithöfundargáfu dr. Helga Péturss, verð-
ur ekki sagt, að hann hafi fært mönnum heim sanninn
um annað, en sína eigin lofsverða hugkvæmni. Hug-
myndir doktorsins um það, sem hann kallar bioinduc-
tion eru þess eðlis, að maður freistast til þess að nefna
þær töfrandi, en hinsvegar verður við það að kannast,
að þær hugmyndir eru enn svo lítið rökstuddar, að naum-
ast verður talið heimilt að draga neinar ályktanir af
þeim, er áhrif ættu að hafa á lífsskoðun manns.
Á því stigi, sem sálarrannsóknirnar eru nú, virðist
eitt skifta langsamlega mestu máli: að safna líkum og
rökum fyrir því, að mannlegur persónuleiki sundrist
ekki við dauðann, heldur haldist svo óskertur, að sam-
hengi endurminninga og vitsmuna slitni ekki við þann
atburð, og leita síðan að veilum í þeim rökum. Sálar-
rannsóknirnar eru enn ungar, en með sama áframhaldi
og verið hefir hingað til, er líklegt, að sú vitneskja fá-
ist, sem allur heimurinn gjöri sig ánægðan með. En þar
til þessu fyrsta megin-markmiði rannsóknanna er náð,