Morgunn - 01.06.1931, Side 13
MORGUNN
7
mína skoðun um það, hvað þetta sé að marka, langar mig
til að minnast á eitt atriði, sem virðist hafa sezt eins og
kökkur í hálsinn á sumum, sem annars trúa því, að sam-
band hafi fengist við framliðna menn.
Þetta atriði er sú kenning, að tími og rúm séu í raun
og veru ekki annað en nokkurs konar glapsýnir ófull-
komins tilverustigs. Þegar vér séum komin yfir í ann-
an heim, séum vér komin út úr tíma og rúmi, og þar af
leiðandi hljóti ástandi voru að vera svo háttað þar,
að því verði ekki með nokkuru móti lýst fyrir jarð-
neskum mönnum. Um þetta hefir verið og er allmikið
ritað af sumum spíritistum. Eg held, að þeir, sem kunna
að reka sig á þær kenningar, ættu ekki að láta þær á
■sig fá. Eg held, að þær séu fjarstæða, og a. m. k. hjálpi
þær oss ekki út úr neinum örðugleikum. Menn hafa
hugsað sér það um guð, að hann sé algerlega hafinn
yfir og utan við tíma og rúm. En það er eins um þann
eiginleika hans eins og aðra eiginleika, sem vér höfum
eignað honum, að vér getum ekkert í honum skilið. Vér
skiljum ekki eiginleika ótakmarkaðrar veru. Og vér
getum ekki hugsað oss, að nein takmörkuð vera sé ut-
an við tíma og rúm. Nú er það svo um oss mennina, að
telja verður áreiðanlegt, að vér séum takmarkaðar, og
meira að segja mjög takmarkaðar verur, þegar vér er-
um komnir inn í annan heim. Sumum hefir gengið illa
að skilja þetta. Þeir hafa þess vegna talið það bersýni-
legt, að engin skeyti, sem reyndust óáreiðanleg, gætu
verið komin frá framliðnum mönnum. Slík ályktun er
auðvitað fásinna. Framliðnir menn eru takmarkaðir, að
því er kemur til hugrænna eiginleika. Og því er haldið
fast að oss, sem grundvallaratriði, er vér megum ekki
gleyma, að þeir hafi líkama, er að ýmsu leyti, að minsta
kosti, sé búinn sams konar líffærum eins og vor jarð-
neski líkami. Einhverstaðar verður sá líkami að vera, í
einhverju rúmi. Vér getum alls ekki hugsað oss neinn
tíkama, án þess að hugsa oss jafnframt eitthvert rúm.