Morgunn


Morgunn - 01.06.1931, Page 13

Morgunn - 01.06.1931, Page 13
MORGUNN 7 mína skoðun um það, hvað þetta sé að marka, langar mig til að minnast á eitt atriði, sem virðist hafa sezt eins og kökkur í hálsinn á sumum, sem annars trúa því, að sam- band hafi fengist við framliðna menn. Þetta atriði er sú kenning, að tími og rúm séu í raun og veru ekki annað en nokkurs konar glapsýnir ófull- komins tilverustigs. Þegar vér séum komin yfir í ann- an heim, séum vér komin út úr tíma og rúmi, og þar af leiðandi hljóti ástandi voru að vera svo háttað þar, að því verði ekki með nokkuru móti lýst fyrir jarð- neskum mönnum. Um þetta hefir verið og er allmikið ritað af sumum spíritistum. Eg held, að þeir, sem kunna að reka sig á þær kenningar, ættu ekki að láta þær á ■sig fá. Eg held, að þær séu fjarstæða, og a. m. k. hjálpi þær oss ekki út úr neinum örðugleikum. Menn hafa hugsað sér það um guð, að hann sé algerlega hafinn yfir og utan við tíma og rúm. En það er eins um þann eiginleika hans eins og aðra eiginleika, sem vér höfum eignað honum, að vér getum ekkert í honum skilið. Vér skiljum ekki eiginleika ótakmarkaðrar veru. Og vér getum ekki hugsað oss, að nein takmörkuð vera sé ut- an við tíma og rúm. Nú er það svo um oss mennina, að telja verður áreiðanlegt, að vér séum takmarkaðar, og meira að segja mjög takmarkaðar verur, þegar vér er- um komnir inn í annan heim. Sumum hefir gengið illa að skilja þetta. Þeir hafa þess vegna talið það bersýni- legt, að engin skeyti, sem reyndust óáreiðanleg, gætu verið komin frá framliðnum mönnum. Slík ályktun er auðvitað fásinna. Framliðnir menn eru takmarkaðir, að því er kemur til hugrænna eiginleika. Og því er haldið fast að oss, sem grundvallaratriði, er vér megum ekki gleyma, að þeir hafi líkama, er að ýmsu leyti, að minsta kosti, sé búinn sams konar líffærum eins og vor jarð- neski líkami. Einhverstaðar verður sá líkami að vera, í einhverju rúmi. Vér getum alls ekki hugsað oss neinn tíkama, án þess að hugsa oss jafnframt eitthvert rúm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.