Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 55
MORGUNN
49
En annars er ef til vill mest vert um bók sr. Gunn-
ars fyrir þá sök, að hún hefir enn á ný varpað birtu yfir
þann margtjáða sannleika, hve margvíslegar tegundir
alvörunnar geta leitað sér stuðnings og uppörfunar í
orðum og athöfnum mannsins frá Nazaret. Sr. Gunnar
er þannig skapi farinn, að hann hefir ekki trú á ann-
ari lækningu á meinum mannlegs félags, en þeirri, sem
nokkuð svíði undan. Hann vill skera til meinsins og
kreista út gerlana. Hann hefir lesið Nýja testamentið
með athygli, og athyglin staðnæmist sérstaklega við
þau ummæli og þær hugsanir, sem honum finst vera
skyldast sínu eigin upplagi. Það er nægilegt af slíkum
hugsunum í þeirri bók, svo ekki þarf lengi að leita. En
sökum skyldleikans finst honum eðlilegt að gjöra þetta
að brennidepli alls viðhorfsins á æfisögu Jesú, og grein-
argjörð höfundarins fyrir þeirri sögu miðast þá einnig
að sjálfsögðu við það viðhorf. Slík einhliða, huglæg
sögutúlkun kann að vera mjög villandi, en hún er ekki
einskis virðí fyrir þá, sem ekki láta hana villa sig. Allra
sízt er hún einskis virði, þegar fjallað er um persónu
eins og Jesú, sem snertir svo margvíslega fleti mann-
legs lí-fs.
Saga Jesú frá Nazaret hefir frá öndverðu sérstak-
lega heillað þá menn, sem fundið hafa til nokkurs hita
af alvarlegri hugsjón — hve fjarlæg sem sú hugsjón
kann að hafa verið hugsunarferli hans. Ekki verður
þessa sízt vart, ef hugsjónin er tiltölulega ný og fram-
andi í því manníélagi, sem hugsjónamaðurinn býr með.
Það stafar vafalaust af því, hve mikið sprengiefni er í
orðum Jesú. Það er í þeim einhver innri þensla og upp-
reist gegn því, sem fyrir er. Henrik Ibsen lætur Julian
keisara komast svo að orði í Keisarinn og Galíleinn:
>,Keisari og Galílei! Hvernig á að samrýma þessar mót-
stæður? Já, þessi Jesús Kristur er mesti uppreistarsegg-
urinn, sem uppi hefir verið. . .. Er hugsanlegur friður
milli keisarans og Galíleans? Er rúm fyrir þá báða á
4