Morgunn - 01.06.1931, Side 131
MORGUNN
125
notað blævæng-inn til að létta fyrir sér að ná andanum.
Vinkonan, sem hjúkraði henni, héit Elísa.
Þegar P. F. heyrði þetta, var hann ekki langt frá
að hugsa, að í stað þess, að hann hélt sig vera að draga
dár að hinum, væri það hann sjálfur, sem dregið væri
dár að.
Frú Geley fór út úr salnum og kom aftur með
göngustaf eftir fáar mínútur. ,,Hér er hlutur“, sagði hún
við Forthuny, „sem á sér sérstaka sögu, er- þér getið
ekki þekt. Ef þér getið skýrt frá henni, þá er það af
1 >ví, að þér án alls efa eruð skygn“.
Nú fer eg flatt á þessu, hugsaði P. F. Tilviljunin
getur ekki alt af haldið áfram. Eg hefi hleypt mér út í
fallega klípu. En nú verður að skríða til skarar.
Hann fór nú að þukla um stafinn, alvarlegur á svip,
og tók til með leikaratilburðum að lýsa héruðum, hern-
aðarhreifingum langt í burtu, hinu megin við hafið hjá
ströndum Austurlanda. Hann talaði um ungan liðsfor-
ingja, sem átti stafinn, um heimför hans til Frakklands
yfir hafið, skip hans skotið í kaf o. s. frv. — En — alt
þetta er nákvæmlega rétt, sagði frú Geley. Þennan
staf átti ungur frakkneskur maður, sem var með sem
liðsforingi í herförinni frá Grikklandi. Skip hans var
skotið í kaf á heimleiðinni til Frakklands. Hann bjargað-
ist að vísu úr skipreikanum, en sýktist síðan og dó fyr-
ir tveim árum.
Þetta kom P. F. í eina sterkustu geðshræringu, sem
hann hafði fundið á æfi sinni. „Tilviljunin getur átt
undraverðan mátt. Eða hvað? Skyldi eg hafa hæfileika,
sem eg hefi ekki haft nokkurn grun um?“
Frú Geley vildi enn halda tilraununum áfram, og
sótti nú bréf inn í annað herbergi. Hún lagði það í hönd
Forthunys á þann hátt, að ómögulegt var, að hann gæti
lesið nokkurt orð. Forthuny þrýsti það í hendi sér og
varð brátt að orði: „Heyrið þér, frú, þetta bréf liefir
verið skrifað í borg, sem er mjög falleg. Það er á Aust-