Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 58
52
M O E G U N N
einhverjum fjölhæfustu miðilsgáfum, sem þroskuðust
mjög vel við tilraunirnar.
Og þeim fór eins og því sem næst undantekningar-
laust öllum hefir farið, sem hafa vandlega kynt sér mál-
ið, að þeir sannfærðust algjörlega um sannleiksgildi þess,
fyrst það, að fyrirbrigðin gjörast raunverulega, hversu
undarlegt sem það má virðast, og í öðru lagi, að með
þeim kemst á samband við menn, sem nú lifa ekki fram-
ar jarðnesku lífi, og }>á um leið fengin sönnun fyrir fram-
haldslífi eftir dauðann. En af því leiðir aftur tvent, að
ógnin, sem flestum stendur af dauðanum fyrir sjálfan
sig, og fyrir ástvinina, sem þeir ekki mega hugsa til, að
verði teknir frá þeim, þverrar að miklu eða öllu leyti, og
það annað, að sýna ótvírætt, að jarðlífið er miklu þýð-
ingarmeira, en venjulega er verið að hugsa um, ]iví að
það er undirbúningur undir þetta framhaldslíf. Því fer
þess vegna svo fjarri, að sálarrannsóknirnar, eða spírit-
isminn vilji ala á úlfúð eða óvild til kirkjunnar, að hann
vill þvert á móti ljá henni lið sitt í þessu starfi hennar,
að berjast við ógnir dauðans og fyrir bættum lifnaði,
vill hlaupa ])ar í skörðin fyrir hana, sem hana sjáanlega
fram að þessu hefir brostið liðskost, og er þetta síður
en svo sagt af lítilsvirðingu fyrir henni.
Eftir að Tilraunafélagið hafði orðið að leggjast nið-
ur, unnu þeir félagar ótrauðir og eftir megni að því að
útbreiða hina nýju þekkingu, með ritum og ræðum og
fyrirlestrum. Urðu að vísu fyrir ýmsu aðkasti, en ekki
beit það neitt á |>á eða rýrði starfsemi þeirra eða áhrif
hennar og almennings traust, enda er hjá flestum löngu
horfið, einnig þeim, sem í fyrstu áttu einhvern þátt í því.
Síðan stofnuðu }>eir Sálarrannsóknafélagið og
skömmu síðar var, árið 1920, sett á stofn, að tilhlutun
félagsins, tímaritið „Morgunn“, sem nú hefir komið út
í 12 ár. Urðu þeir frá upphafi Einar Kvaran forseti fé-
lagsins fram á þennan dag, og Har. Níelsson varaforseti
til dauðadags. Og ritstjóri Morguns hefir Kvaran verið