Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 82
76
MORGUNN
inn. Þá kom Míka, leyfði að kveikja Ijósið og hélt hugð-
næma tölu, um alvöru lífs og dauða. Þegar hann var
kominn inn í byrgið, minti hann G. Kv. á, að hann
hefði lofað honum að hafa einhvern tíma sætaskifti við
Kr. D., og gjörðu þeir það. Brátt komu þá líkamning-
ar, og töldust alls 18. Stjórnendurnir komu, og sýndu
miklar slæður og snertu sem oftar ýmsa fundarmenn.
Lítil kvenvera var að hverfa inn um byrgisdyrnar, og
samtímis sást stór karlvera koma út hjá tjaldskör,
virtust hvorutveggja sjást í einu. Tvisvar sást miðillinn
og vera hjá honum, annað sinn hægra megin og hitt
skifti vinstra megin, og Þorst. Jónsson hélt sig sjá tvær
verur hjá honum. Vera kallaði sig Onkel Adolph. Bað
G. E. Kv. um að sjá andlit hans; lyfti hann þá slæðunni að
ofan, en ekki þó svo, að andlit sæist. Kona Jónasar Þor-
bergssonar kom, klökk sem áður. Þá kallaði Míka á
E. H. Kv. að koma inn. Sagði, að þar væri Carl Mikkel-
sen (vinur Bonnes, verndara miðilsins). Bæði hann að
heilsa, og vildi koma boðum, en það væri ekki hægt.
Margt fleira fólk vildi komast í gegn, en gæti ekki,
aðallega vegna veðursins (stormur var úti). Þegar hann
fór út, varð hann var við Elísabetu í horni í byrg-
inu, og sveiflaði hún eftir honum slæðunni. Bað Míka þá
að slíta fundi. Frú Kvaran hafði rétt Agnete túlípana-
jurt, sem hún bar meðal fundarmanna, en skilaði síð-
an aftur. Frú Kvaran athugaði þá vel, að hendur Agnete
voru fínar og litlar kvenhendur. Meðan verið var að lesa
,,faðir-vorið“, heyrðist alt í einu það grátklökkva-hljóð,
sem J. Þ. kannaðist við bæði frá fundinum í Kaupmanna-
höfn og hér, að vera frá konu sinni. 1 sama bili kom
vera fram í gættina milli tjaldsins og dyrastafsins og
rétti höndina í áttina til J. Þ. Hann sat í aftari hringn-
um, stóð þá upp og teygði sig fram yfir fremri hring-
inn, svo að veran náði að strjúka með hendinni um höt'-
uð hans og lét hárið dragast milli fingra sinna. J. Þ-