Morgunn - 01.06.1931, Side 40
34
M0R6UNN
víslegan hátt, að með sanni má segja, að allar tegundir
af trúarreynslu, sem með mönnum hefir bærst, hafi
komið fram hjá mismunandi kristnum mönnum á ýms-
um tímum. Dultrúarmenn, sem leitað hafa sambands við
hinn hulda anda tilverunnar, spekingar, sem kafað hafa
eftir hinum instu og dýpstu lífsrökum, siðfræðingar, sem
leitað hafa að hinum æðstu gæðum, allir hafa sett sitt
mark á sögu kristninnar. Hjá sumum hefir sú tilhneig-
ing verið nefnd kristindómur, er kom fram í flótta frá
lífinu og meinlæti við sjálfan sig. Hjá öðrum hefir nafn-
ið verið tengt við klerklega höfðingjastétt. Hjá sumum
hefir kristindómurinn birzt sem þrá eftir friði, hjá öðr-
um sem líf fult af baráttu og hættum. Og á hugsana-
sviðinu hefir kristindómurinn spent yfir alt sundið, sem
nær frá algyðistrú — trú á guð í allri tilverunni en
ekki vitandi af sjálfum sér — til þess að vera á tak-
mörkum fjölgyðistrúar, svo sem var með dýrlingadýrk-
unina forðum. Og um helgisiði kristninnar hafa ríkt
allar hugmyndir, sem til eru milli töfra og líkingamáls.
Þótt ekki sé annars minst en þessara atriða einna, þá er
augljóst, að spurningunni um, hvað kristindómur sé, er
ekki auðsvarað.
En málið skýrist við að ryðja frá þeim atriðum, er
sérstök áherzla hefir lengi verið lögð á að telja ein-
kenni kristindómsins, en skjótlega má ganga úr skugga
um, að ekki eru að neinu leyti sérlega einkennandi fyr-
ir hann.
Fyrst og fremst er það ekki neitt einkennandi fyrir
kristindóminn, er trúað er á sérstaka bók, sem inn-
blásin hafi verið frá hæðum og sé eilífur mælikvarði á
rétt og rangt. Múhameðstrúarmenn segja nákvæmlega
það sama um Kóraninn og Hindúar um Vedabækui'nar.
Skoðanir þessara manna á sínum helgu bókum eru yfir-
leitt nákvæmlega þær sömu, sem kristnir menn hafa
lengst af haft á biblíunni.
Trúin á kraftaverkin, sem skýrt er frá í ritningunnir