Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 114
108
MORGUNN
Svo fór að lokum, eins og’ Andrés gerir grein fyrir í
þessari ritgjörð, að skoðun konunnar hans á þessum
efnum vann sigur hjá honum sjálfum. Eftir allan mót-
þróann ritar hann svo í niðurlagi greinar sinnar: „Eins
og eg hefi drepið á hér að framan, var ekkert auðhlaup-
ið að því fyrir mig, að komast á þá skoðun, að eg
stæði í nokkuru sambandi við annan heim. Þá sannfser'
ing hefi eg nú öðlast. Mér finst eg geta séð það nú, að
yfir mér hefir verið vakað með ástríkum augum alla
mína æfi af ósýnilegum verum. Eg sé það nú, að í öllum
mínum örðugleikum hefir mér verið hjálpað með mjög
merkilegum hætti. Og mér skilst svo, sem verur, er ekk-
ert vilja mér annað en gott, vilji nú reyna til þrautar,
hvort sálrænum hæfileikum mínum sé svo háttað, að þeir
geti orðið öðrum mönnum að gagni“.
Enginn vafi er á því, að hæfileikar hans urðu mörg-
um að gagni. En við ramman reip var að draga, þar sem
heilsuleysi hans var.
Árið 1923 misti hann heilsuna og fékk hana aldrei
aftur, ]>ó að öðruhvoru væri hann á fótum eftir ]>að. Fyrst
lá hann heima hjá sér þrjá mánuði í brjósthimnubólgu
og því næst 6 mánuði á Landakotsspítala í sömu veiki-
í>ar fékk hann lífhimnubólgu, fór með hana á Vífilsstaði,
og lá þar eitt ár og kom þaðan í apríl 1925. Nú var hann
utan spítala rúm 3 ár, en alt af heilsulaus, í júní 1928
fór hann aftur á Vífilsstaðahælið, og var þar þá um 8
mánuði. Á farsóttarspítalann fór hann í síðastl. sept-
ember og var þar, þar til er hann andaðist. Alt árið 1930
var hann við rúmið, en oftast í því. ]>að ræður því að
líkindum, að stopull varð mátturinn til hins sálræna starfs,
sem bersýnilega var köllun hans öllu öðru fremur.
Skygnin virtist helzti dularhæfileiki hans framan af
æfinni, og að ýmsu leyti voru sýnirnar sannana-eðlis-
Þessari gáfu var ekkert sint, alt látið reka á reiðanum-
Að lokum tók þessi vanræksla öll að sverfa svo að mann-
inum, að ekki var við hlítandi, eins og svo skilmerkilega