Morgunn - 01.06.1931, Side 30
24
MORGUNN
mikið á síðari árum, að ekki eru nokkur tiltök að efla
stofnunina með aga og strangri rekistefnu um að láta
ekki uppi skoðanir, sem ekki eru í samræmi við yfir-
lýstan skilning valdsmanna kirkjunnar. Til þess að fá
komið slíku við, yrði ekki einungis að breyta kirkjurétt-
inum og lögskipa kirkjunni aðra stöðu í ríkinu, en hún
nú hefir, heldur og breyta öllum hugsunarhætti þjóð-
félagsins. Þjóðfélagið hefir ekki lengur neinn sérstak-
an áhuga á því, að fela þeim mönnum kennimensku
undir sínum verndarvæng, sem trygging sé fyrir að
haldi sér saman, ef þeir skyldu villast til þess að láta
sér detta í hug eitthvað sjálfstætt. Þjóðfélagið ætlast
til þess að prestinum sé svo háttað, að almenningur geti
borið virðingu fyrir honum sem hugsandi manni, er eitt-
hvert verk leggi í að mynda sér þær skoðanir, sem hann
svo leitast við að gjöra að lífsskoðun annara manna.
Eins og getið var um í upphafi þessa máls, er nokk-
ur ástæða til þess að ætla, að eitthvað sé að birta fram-
undan í íslenzkum kirkjuheimi. Sú augljósa sjálfsvirð-
ing, sem grein sr. Jakobs ber með sér, er ein Ijósrák-
in. Hann er einn þeirra yngri manna í kirkjunni, sem
fylsta ástæða er til þess að ætla að þjóðin læri að bera
virðingu fyrir, ef framhaldið á starfsemi hans líkist upp-
hafinu. En sjálfsagt er að gjöra sér grein fyrir, að slík
hreinskilni og það afdráttarleysi, sem kemur fram í at-
höfnum sumra hinna yngri samherja, hlýtur óhjákvæmi-
lega að vekja nokkurn sársauka hjá þeim, sem mjög
líta óiíkt á málin. Hr. S. Á. Gíslason hefir á seinni árum
sérstaklega haft orð fyrir þeim mönnum. Hann er ber-
sýnilega í mikilli geðshræringu, er hann ritar þessi orð:
„Ungur guðfræðingur sækir um prestsstarf í krist-
inni kirkju, væntanlega af fúsum vilja, en er í skoðun-
um sínum svo frábitinn kristinni trú, að honum finst
svartur blettur mundi koma á tungu sína, ef hann færi
með þá trúarjátningu við barnsskírn, sem verið hefir
sameiginleg játning íslendinga síðan þeir tóku kristna